Góður punktur!
8.10.2010 | 10:47
Eins ósanngjarnt og það var á sínum tíma fyrir tilkomu verðtryggingar, að sparifé nánast brann upp í bönkum í óðaverðbólgu áttunda áratugarins, þá sveiflaðist óréttlætið yfir á hina hliðina þegar húsnæðislánin uppreiknuðust miðað við allt aðra vísitölu en snerti beint húsnæðiskostnaðinn sjálfan.Menn sögðu auðvitað ekkert meðan húsnæðisverðið var á uppleið, líklega vorum við orðin svo gegnsýrð af hagvaxtargræðgiskapphlaupinu að fáir gerðu sér grein fyrir að dæmið gæti snúist við, og hve skelfilegar afleiðingar þess yrðu.
Í þessu eru auðvitað mörg álitamál og ekki allt einfalt úrlausnar og umdeilanlegt margt frá sjónarhóli sanngirninnar. Hætt við að mörgum lánveitandanum mundi þykja það nokkuð önugt ,ef ætti að kippa til baka þeirri verðtryggingu sem hann hefur fengið af húsnæðislánum gegnum tíðina.
En auðvitað verðum við að finna kerfi sem byggir á því,að hóflegt húsnæði fyrir alla, er ein af þeim meginréttindum sem öllum ber. Því þarf að finna kerfi þar sem ljóst er að á lánum til þess arna á og má enginn græða.Þá kæmi auðvitað á móti það sjónarmið að þiggjendur húsnæðislána á þeim forsendum, mættu heldur ekki græða á sölu heimila sinna sem byggð hafa verið upp með slíkum lánum.
Er reyndar farinn að hallast að því að sjálfseignarkerfi í húsnæði sé útí hött. allavega beri að leggja meiri áherslu í framtíðinni á hverskonar leiguhúsnæði ,þar sem búseturéttur er tryggður til lengri tíma.
Það hefur t.d. sýnt sig að í fjöleignahúsum er það nánast ávísun á vandræði í samskiptum vegna ágreinings um viðhaldsverkefni og margt fleira í samskiptum. Þau eru auðveldari úrlausnar ef einn húseigandi eða fasteignafélag sér um málin og ef samskiptavandræði önnur en ágreiningur um viðhald eru að plaga, þá eru þau auðleysanlegri við leiguaðstæður.
Lánin væru 16% lægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.