Sérkennilegt viðhorf !
14.10.2010 | 09:53
Í umræðunni um niðurskurð,niðurfellingu eða leiðréttingu lána, virðast margir misskilja ,að hér sé farið fram á einhvern gjafagerning til lánþega , og í því samhengi barma sér yfir að slíkt kunni að lenda á þeim sem ekkert hafi til unnið, semsagt öðrum skattgreiðendum og lífeyrisþegum .
Af því tilefni að galað um að aðeins skuli leiðrétt hjá þeim verst stöddu, sem auðvitað er sjónarmið útaf fyrir sig , en á hverra kostnað yrði það?
Jú auðvitað allra hinna baslaranna sem með herkjum eru að reyna að standa skil á greiðslum af sínum uppbólgna lánahöfuðstól, sem blés út vegna glæpa og afglapa fjármálakerfis og stjórnvalda . Semsagt vegan forsendubrests sem í lögum er kveðið á um að geti leitt til endurmats á lánasamningum.
Þetta finnst feitum fjármagnseigendum og skuldlausum einstaklingum meira réttlæti en að þeir ef til vill hugsanlega kannske þurfi að taka á sig einhverjar byrðar, sem auðvitað er ekki augljóst samt.
Semsagt að þeir sem skulda fyrir séu betur í stakk búnir að liðsinna öðrum enn ver stöddum meðbræðrum en þeir sem eiga gnægtir að taka af !
Höfðinglegt viðhorf ,að hluti þegnnanna skuli engin óþægindi hafa af að heilt efnahagskerfi hrundi!
Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.