Kjánar kallaðir til að vitna!

Áberandi hálfvitagangur hefur verið í kringum þessar viðræður um leiðréttingu lána heimilanna.

Við höfum séð ýmsa sótrafta dregna fram til að vitna um að þetta sé ófær leið ,en þessir menn hafa komist upp með að rökstyðja það ekki á nokkurn hátt hversvegna , eða ræða þær afleiðingar sem það hefur að gera þetta ekki.  Bent hefur verið á að það muni líklega verða okkur margfalt dýrara að leiðrétta ekki. 

Ég ætla svosem ekkert að fara að agnúast útí smiðinn á Árskógsströnd sem fenginn var til að vitna um hve sáttur hann væri við sína stöðu. Það er einfaldlega hans réttur að sætta sig við þetta en hefur ekkert með að gera hvernig allur fjöldinn upplifir þessa efnahagslegu nauðgun fjármálafyrirtækja með stuðningi núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna!

Svo virðist sem stór hluti þessa fólks hafi ekki áttað sig á að hér er ekki verið að fara fram á neina ölmusu, aðeins að réttlát leiðrétting fáist á ólöglega uppreiknuðum skuldum. Ég segi ólöglega , því þetta er gert sem afleiðing stórkostlegra lögbrota innan fjármálakerfisins og eftirlitsstofnana ríkisins.

Hlálegustu rökin eru að gengið verði á lífeyrisrétt í framtíðinni með því að reikna til baka vafasaman uppreikning krafna sjóðins á lánþega sína á grundvellri skekktrar verðtryggingarvísitölu. Þetta eru semsagt verðmæti sem eru tilkomin vegna rugls í kerfinu og ganga auðvitað til baka þegar það rugl er leiðrétt.

Engin raunverðmæti standa á bak við þessar tölur . Semsagt mýtan um að peningar verði þá að koma annarsstaðar frá inní sjóðina , og þá á kostnað skattgreiðenda er bull. Þá eru ekki neinir eðlilegir lífeyrishagsmunir að tapast , því þetta var uppfært með rangindum og því mátti ekki búast við að þeir fjármunir stæðu til frambúðar.


mbl.is Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Smiðurinn á Árskógsströnd er formaður VG á Dalvík!

Edda Karlsdóttir, 15.10.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband