Getur það verið?
17.11.2011 | 11:27
Að augljós minnihluti alþingis dugi til að troða í gegnum þingið lögum?
Nú hefur það gerst að 29 af 63 þingmönnum hafa samþykkt umdeild fjáraukalög og í desember 2010 var troðið í gegnum þingið með stuðningi aðeins 27 þingmanna , sk. gengislánalögum , nr. 151/2010. Sem eru hin mesta hrákasmíð og ganga gegn stjórnarskrá í veigamiklum atriðum miðað við hvernig fjármálafyrirtækin túlka þau.
Jafnvel þótt dómstólar vonandi geri þau afturreka með þá túlkun sína, þá hafa þessi ólög valdið þvílíkum skaða,angist og óvissu meðal margra lántakenda og lagt bönkum og öðrum lánafyrirtækjum að virðist, vopn í hendur til að angra sína skuldunauta.
Jafnvel út yfir gröf og dauða ,í þeim skilningi að þau voga sér að endurreikna og innheimta viðbótargreiðslur á löngu uppgreiddum lánum hefur manni skilist.
Ef þessi túlkun , að ekki þurfi raunmeirihluta þingmanna hverju sinni til að koma í gegn lagasetningu, er rétt?????? þá er allvega mjög brýnt að breyta því strax.
Ekki líðandi að óvandaðir pappírar og málaliðar fjármálaaflanna geti troðið gegnum þingið hverju sem er í skjóli minnihluta þings! Það má leiða getum að því ,að á þingi hverju sinni geti myndast samstaða nk. undirmálsmanna af og til ,sem skeyta hvorki um skömm eða heiður í þessum efnum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.