Stundum og stundum ekki!
24.4.2012 | 10:47
Þessum ágæta þingmanni og hans skoðanabræðrum þótti réttmætt að hæstiréttur á sínum tíma ógilti sk. Stjórnlagaþingskosningu á formsatriðum, án þess að sýnt væri fram á að þau formsatriði hafi skipt máli um niðurstöðu kosninganna.
Nú þykir þessum sömu mönnum það léttvægt að við æðstu yfirstjórn landsins skyldi ekki þess gætt að fara að því sem þeir kalla formsatriði, jafnvel þótt stjórnarskrá mæli fyrir !!!!!!
Er ekki best að vera samkvæmur sjálfum sér Birgir?
Birgir Ármannsson: Fallist á vörn Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristján
Nei þú nærð þessu ekki :-)
Ein lög fyrir þann almenna og önnur fyrir Elítu Sjálfstæðisflokksins.
Þess vegna er enn alþingismaður á þingi sem óvart keyrði frá Byko án þess að borga.
Þetta er all byggt á misskilningi, þú verður að átta þig á því :-)
Skondið þetta Íslenska þjóðfélag ekki rétt.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 24.4.2012 kl. 11:20
Láttu ekki svona Jóhannes, þessi þingmaður var, í fjarveru forsetans, ærureistur og hvítskúraður af flokksbræðrum sínum, handhöfum forsetavalds. Hans æra er því flekklaus.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 13:03
Sæll Axel
Já einmitt þú sást náttúrulega að ég setti óvart þegar hann keyrði frá Byko :-)
Maðurinn átti náttúrulega aldrei að fá dóm til að byrja með !
Þess vegna með réttu var hann þveginn og skrúbbaður.
Eins var hann bara heppinn að Ólafur Ragnar á leið í útlöndum á þessum tíma, þar sem vinir hans sáu að mikil rangindi hefðu átt sér stað og snarlega löguð málið.
Þess vegna búum við í réttarríki og rangt er rangt og rétt er rétt :-)
Erum við ekki hamingjusöm að til sé flokkur sem segir okkur hvað er rétt.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 24.4.2012 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.