Geir Jón...... Spurning???
16.10.2012 | 15:29
Er eðlilegt að fyrrverandi lögreglumaður, raunar yfirmaður í lögreglunni, noti hvaðeina sem hann varð áskynja í þessu vandasama starfi sem hann gengdi, síðar meir í pólitískum tilgangi sér og sínum til framdráttar? Allavega hugsað til að koma höggi á pólitíska andstæðinga!
Hvenær fer hann að segja frá ýmsum mögulegum afskiptum lögreglunnar af mótherjum í pólitík vegna persónulegra mála? T:D. mögulegra ölvunarskandala þeirra sem ungra manna eða þ.h.? Eða mögulegum vandamálum í samskiptum hjóna, bara nefndu það?
Hreyttu svívirðingum í lögregluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég myndi frekar segja að það væri skylda hans að upplýsa þjóðina um þessa atburði og draga ekkert undan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2012 kl. 15:41
Og er Valhöll þjóðin Gunnar?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 15:47
Ég myndi nú snúa þessu á réttuna og spyrja hvort það sé ekki eðlileg krafa að það komi fram hvort fólk sem situr nú á þingi gæti með réttu átt yfir höfði sér landráðaákæru.
Allt upp á borðið, þetta mál er annað hvort stormur í vatnsglasi eða stærsta mál síðari tíma.
Sindri Karl Sigurðsson, 16.10.2012 kl. 15:59
Axel er ekki sama hvar hann heldur fundinn? Ert þú ekki búinn að lesa það sem fram fór á fundinum? Átti hann að halda fundinn standandi upp á kassa á Þingvöllum?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 16.10.2012 kl. 16:20
Ef eitthvað var saknæmt átti Geir Jón auðvitað að kæra eftir réttum boðleiðum, en ekki koma nokkrum árum seinna með þetta sem slúður!
Er enginn aðdáandi núverandi stjórnarmeirihluta eða þeirra úr hópnum sem helst er ýjað að að séu sökudólgar þarna, en tel ekki rétt af lögreglumanni að notfæra sér þetta með þessum hætti sér til pólitískrar upphefðar.
Kristján H Theódórsson, 16.10.2012 kl. 16:33
Skýrslan var samin fyrir ríkislögreglustjóra Marteinn, það er þá hans að boða til blaðamannafundar og kynna efni skýrslunnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 16:39
Þessi rannsókn var auðvitað svæfð enda átti ekkert að fara með þetta lengra... (man einhver eftir "allt uppá borðunum) eins og við höfum nú þegar séð í vikunni á að ganga enn lengra í leyndarhyggjunni. (hætt við hljóðritanir ráðuneytisfunda)
Það eina sem til er um þessa atburði er títtnefndur einblöðungur frá 2009 þar sem að "krafist er rannsóknar". Síðan hefur ekkert gerst.
Núér í raun nánast fyndið að horfa á m.a. menn hér að ofan (sem eru pínulítið vinstra megin við miðju) sem finnst þöggun "kúl" svo lengi sem að það snýr ekki að mállefnum sem þeir vilja rannsaka .... sem liggja svo öll hinum megin við téða miðju og gerir þá að hræsnurum.
Óskar Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 16:51
Er Geir Jón ekki bara kominn í kosningaham, fluttur til Eyja og bíður sig þá væntanlega framm í Suðurkjördæmi.
Þá verða bæði prestur ( Halldór Gunnarsson ) og lögga sem sækja að Árna Johnsen til að koma honum undir. Ekki ónýtt það. MBK, ÞHG
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.10.2012 kl. 17:11
Geir Jón gerir rétt í að upplýsa um það átti að þegja í hel. Raunar er það skylda hans sem borgara. Stofnunin sem hann starfaði hjá tekur þátt í þögguninni.
Ég treysti því að Morgunblaðið, einn örfárra marktækra fjölmiðla í landinu, afli- og birti frekari upplýsingar um þessa þingmenn, sem væntanlega eru allir vinstrigrænir.
Kristján Þorgeir Magnússon, 16.10.2012 kl. 17:44
Geir má uplýsa þetta ,en efast um að þetta sé sá farvegur sem hann á að koma þeim upplýsingum eftir í ljósi stöðu hans á sínum tíma og að honum var skilst manni falið að gera skýrslu fyrir lögregluyfirvöld um atburðarásina þarna.
Atti það að vera svona úttekt sem fyrst yrði flutt munnlega í Valhöll fyrir valinkunna Sjálfstæðimenn ?. eða átti hann að skila sínu fyrst inn til þess sem bað um skýrsluna? Og síðan lögregluyfirvalda að ákveða hvernig hún kæmi fyrir almenninsgssjónir.
Þá væntanlega kominn staða fyrir rannsakandann að tjá sig frekar um málið.
Eg bara spyr?
Kristján H Theódórsson, 16.10.2012 kl. 18:13
Eins gott að læknirinn minn er ekki í framboði Djók, veit ekki betur en menn sverji trúnaðareið í störfum sem eru viðkvæm eins og löggur og læknar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 18:25
Þetta er nú meira Sjallabjálfalýðveldið á klakanum. Allstaðar hafa þeir komið sínum sauðum fyrir; í stjórnsýslunni, í héraðsdómum og Hæstarétti, í háskólum, hjá löggunni, hjá samtökum eins og SA og SI, já, jafnvel í verkalýðsfélögum.
Þetta gengur ekki lengur, þessu verðu að linna. Annars missir þjóðin besta fólkið til útlanda, þá sem sætti sig ekki við það að vinna myrkrana á milli svo nokkrar sjalla fjölskyldur geti lifað í vellystingum, án þess þó að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið á eigin spýtur. Grilla, braska og græða samkvæmt kokkbókum Hannesar ræfilsins H. Gissurarsonar.
Í alvörunni, þetta gengur ekki lengur. Notið nú tækifærið um næstu helgi og takið fyrsta skrefið á átt að Nýju Íslandi.
Ef þið gerið það ekki, eru þið aumingjar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 18:37
Haukur.
Þú hefur sennilega ekki heyrt af fyrstu könnun um næsta laugardag.... spurning no.1 fær um 65% NEI!.
Svo fylgja stórum orðum iog yfirlýsingum mikil alvara og ábyrgð.
Gífuryrðaglaumur
mikill gaur
Assgoti þó aumur
orðasaur
Óskar Guðmundsson, 16.10.2012 kl. 18:58
Svarið er einfalt Kristján: NEI. Það er ekki eðlilegt að lögreglumaður noti upplýsingar úr starfi ( eflaust skýrslu ) til þess að freista þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga.
En innan raða hrunflokksmanna hafa svona vinnubrögð reyndar löngum verið praktiseruð og þykja hið besta mál.
hilmar jónsson, 16.10.2012 kl. 22:51
Réttlætið sigrar að lokum, og þá þurfa "háir" herrar líka að játa sín svik og lögbrot. Þá mun það ekki bjarga neinum að vera í klíkuflokki og misnota viðkvæmar upplýsingar, sjálfum sér og mafíu-klíkunni til upphafningar og valda.
Ég styð ekki vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar, en svona aðferðir eru ekki til að bæta ástandið í siðblindri stjórnsýslunni. Að bíða í mörg ár með að segja frá svona löguðu, í þeim tilgangi að koma sér og sínum í betra ljós, segir mér að siðferðið og löghlýðnin hefur ekki verið virt.
Hvers á almenningur í þessu löglausa landi að gjalda?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2012 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.