Hvert er vandamálið?

Er ekki augljóst að sá naumi meirihluti sem vill hafa þjóðkirkju, og er þá væntanlega sanntrúaður á þær gömlu frásagnir sem liggja til grundvallar þeirri trú, einfaldlega leggi þessari stofnun til meira fjármagn til að starfið megi blómstra áfram ?

Það stendur auðvitað meðlimum þjóðkirkjusafnaðanna næst að leggja eitthvað af mörkum, og því skyldu þeir ekki gera það þvingunarlaust, í frjálsum framlögum ef hugur fylgir máli?

Svolítið sérstakt viðhorf að sértrúarsöfnuðir geti lagt almannsjóðum skyldur á herðar í framtíðinni með byggingu skrauthýsa til eigin þarfa, sem útaf fyrir sig eru í andstöðu við kenningar þess spámanns sem tilbeiðslan snýr að, nefnilega Jesú krists! Og síðan ef þegar enginn hefur lengur nóga sannfæringu á forsendum s.k. trúar sinnar , til að nenna og eða vilja viðhalda þessu prjáli, þá eigi það að leggjast af fullum þunga á framfæri ríkissjóðs. 

Enginn bannar Jóni Bjarnasyni að borga auka tíund til kirkjunnar sinnar.


mbl.is Við köllum á kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Kristján: Meirihlutinn vill hafa Þjóðkirkjuna. Enn stærri meirhluti þjóðarinnar er í kristnum söfnuðum.

Hvort þjóðin er guðstrúar eða ekki, þá er alveg víst að allt þetta fólk aðhyllist siðaboðskap kristninnar. Stór meirihluti þjóðarinnar vill hafa kristinn siðabopskap og flestir þeir sem virðast vera hvað mest á móti þjóðkirkjunni og trúfélögum hafa fengið sitt siðferði frá kristinni kirkju. Þjóðkirkjan er góður skóli um það hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessum heimi. Við þurfum á þessum skóla að halda, - ekki veitir af.

Kjartan Eggertsson, 13.11.2012 kl. 11:16

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Af hverju er ekki ríkis stjórnmálaflokkurinn skilgreindur í stjórnarskrá?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 13.11.2012 kl. 12:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér fannst það miður að meirihluti þó naumur væri skyldi vilja hafa þjóðkirkju í stjórnarskránni nýju.  Það tilheyrir eiginlega fortíðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 12:53

4 identicon

Heyr, heyr, Kristján. Þeim sem langar svona hrikalega að halda uppi þessu þjóðkirkjubákni er velkomið að gera það sjálft.

Kjartan: Siðaboðskapur kristinnar trúar eins og við hugsum vanalega um hann nú á dögum, er ekkert annað en gullmolar sem við höfum tínt upp úr þeim mykjuhaug sem Biblían er í árhundruð.

Þ.e.a.s. Biblían er bland í poka sem inniheldur jafnt góða hluti líkt og gullnu regluna, sem og slæma líkt og að drepa skuli vantrúaða og þá sem voga sér að vinna á sunnudögum.

Það sem þú átt við með siðaboðskap kristinnar trúar er ekkert annað en samansafn af öllum jákvæðu hlutunum úr Biblíunni sem við mannskepnan höfum tínt úr henni vegna okkar eigin innbyggðu rökhyggju og empatíu sem vísindamenn hafa sýnt fram á að kemur úr okkar þróunarlegu sögu.

Að auki, hér að lokum vil ég segja að það er allt í lagi fyrir þig að segja að þú þurfir á þessum ''skóla'' að halda, en það ekki í lagi þegar þú alhæfir og segir að allir þurfi á honum að halda. Ég þarf ekkert á þessum ''skóla'' þínum og Jesú að halda og að halda öðru fram ekkert annað en móðgandi.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:13

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Kjartan! það má vel vera að meirihluti vilji hafa þjóðkirkjuna og þá auðvitað stendur sá meirihluti undir rekstri þeirrar stofnunar. Sjálfur var ég lengst af meðlimur þessa félagsskapar , enda alinn upp í þeirri trú að þetta væri eitthvað óumdeilanlegt skipulag að ef maður vildi ekki lenda í helvíti og kvölunum á efsta degi, þá þyrfti maður að mæra veraldlega preláta þessa heims sem fulltrúa hins alvalda skapara himins og jarðar. Þetta var auðvitað bara heilaþvottur sem ég undirgekkst eins og allur þorri íslendinga í kjölfar þess að  siðnum var troðið með valdboði að utan uppá okkar þjóð.

 Þetta gerðist ekki með þeim hætti að fólk gengist trúnni á hönd eftir að hafa kynnt sér þvingunarlaust um hvað málið snýst, eða á forsendum neins konar skynsemi annarri en undanlátsemi við yfirgang Noregskonungs og þeirra aðila hérlendra sem hann hafði snúið uppá handleggi á, sér til hlýðni.

Allt annar handleggur er auðvitað að margt ágætt er kennt í kristnum sið , sem og ýmsum fleiri trúarbrögðum,  sem ágætlega fer saman við siðferðisviðmið vestrænna þjóða ef menn geta tileinkað sér það öfgalaust og sniðgengið þær bábiljur og tröllskap ýmsan sem aðrir lesa í bókum sem sumir halda heilagar, en eru auðvitað bara samsafn vangaveltna misgáfaðra mennskra manna gegnum árþúsundin og ber að taka sem slíkum.

 Það er engin skynsemi á bak við þá skoðun meirihluta kosningabærra íslendinga sem afstöðu tóku, að viðhalda þessu þjóðkirkjuákvæði í strjórnarskrá. Akvæði sem í er í sjálfu sér í mótsögn við trúfrelsisákvæðið sjálft. En auðvitað verð ég að beygja mig undir meirihlutaviljann eins og við öll sem játumst undir að virða lýðræðisskipulagið.

Eina ákvæði um trúmál sem gætu átt heima í stjórnarskrá, væri ákvæði sem bannaði áhrifavald á forsendum trúar við stjórnun landsins! Trú er nefnilega bara eitthvað sem fólk á við sjálft sig með, en á ekki að þröngva uppá aðra, enda oftast nær byggt á vafasömum forsendum í sannfræðilegum skilningi.

Góðar siða og samskiptareglur er auðvelt að bera fram í formi laga og reglugerða. Þar þarf engin ríkistrúarbrögð til.

Kristján H Theódórsson, 13.11.2012 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband