Er ekki trúleysi normal ástand við fæðingu!
14.11.2012 | 09:33
Held að þurfi aðeins að taka í hnakkadrambið á þeim sem stunda svona ómerkilegan málflutning eins og þessi trúarkóngur. Auðvitað eru s.k. "trúlausir" ekki vandamálið í þessu. I ljósi þess að blessuð börnin fæðast auðvitað án sérstakrar meðvitaðrar trúarskoðunar, þá geta trúlausir ekki verið að þröngva neinu uppá þau. Víðsfjarri að það geti verið rökrétt ályktun!
Hinsvegar gæti verið nauðsynlegt að setja ákvæði í lög sem vernda þau gegn beinni trúarítroðslu þar til þau hafa vitsmunalegan þroska til að taka afstöðu á eigin forsendum til þess hvort þau vilja undirgangast skilmála hinna misgáfulegu trúarbragða! Hiklaust á að miða þar við sjálfræðisaldurinn. Auðvitað er það allt annað mál hvort foreldrar geti vítalaust tekið afkvæmin sín með sér í athafnir þess trúfélags sem þau kjósa að tilheyra og á þannig fái þau að kynnast því sem þar fer fram, en fái sjálfdæmi á forsendum eigin óþvingaðra viðhorfa hvort þau kjósa að undirgangast formlega þær lífsskoðanir.
Trúlausir þröngva afstöðu sinni á börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Athugasemdir
Óttalegt rugl er þetta. Auðvitað eigum við að fá að velja og hafna á hvað við viljum trúa, þegar við höfum vit til. Þetta að skrá börn í það trúfélag sem foreldrarnir eru í, er bara rugl. Við eigum ekki börnin heldur höfum þau að láni. Í stað skírnar á athöfnin að vera nafngift, skírn á að framkvæma þegar þau hafa til og þekkingu til, og svo staðfestinguna litlu síðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 12:37
Að skíra og að nefna er tvennt ólíkt.
Foreldrar gefa nafn. Skíra er bara að skrá inn í trúfélag með tilheyrandi vatnsgusum, ekkert annað.
Þannig þrátt fyrir (furðulega og óskiljanlega) hefð á Íslandi, á þetta tvennt ekkert sameiginlegt.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.11.2012 kl. 15:52
Nákvæmlega fyrir 40 árum eða svo ætlaði ég að gefa syni mínum nafn til að skrá í þjóðskrá, en var þá tilkynnt að þar yrði hann skráður óskírður, þangað til hann yrði skírður. Að vísu hefur þetta breyst sem betur fer, en svona var þetta og sýnir þvílík pressa er á foreldra að hafa þetta í einum pakka, skírn og nafngjöf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 16:58
Aðal pressan sem ég hef fengið á mig varðandi skírnir á börnunum mínum var frá sumum fjölskyldumeðlimum.
Ein t.d. vildi halda því fram að ef ég léti ekki skíra barnið gæti hún allt eins kallað barnið "skíthaus" því það hefði ekki nafn nema vera skírt.
Svo ég kurteisislega útskýrði fyrir henni muninn á skírn og nafngift. Samt vildi hún að ég bæri virðingu fyrir trú fjölskyldu mannsins míns, og því ætti ég að skíra.
Það eina sem breytist þegar þetta tvennt er sameinað, er að presturinn fer með pappírana niður í þjóðskrá, í stað foreldra.
Móður amma mín hefur enn ekki fyrirgefið mér fermingarleysið, og enn síður að bæði börnin mín eru óskírð.
Ég útskýrði fyrir þessum tveimur konum að einu óskirnar sem mér bæri að virða væri frá börnunum mínum, og svona kornung geta þau ómögulega sagt mér hvort þau vilja vera skírð og fermd. Þangað til að börnin mín væru nógu gömul til þess að velja sjálf, gætu þær bara haldið sér saman eða haldið sér fjarri.
Þar sem ég er þrjóskari en fjall, ákváðu þessar konur báðar að velja fyrri kostinn. ;)
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.11.2012 kl. 21:03
Góð og alveg sammála þér í þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 21:12
Því miður virðist oft býsna djúpt á kærleikanum hjá þeim sem telja sig sannkristna. Yfirborðsmennskan þeim mun meiri og nokkurskonar harðýðgi, tillitsleysi og afskiptasemi. Allt undir yfirskyni þjónkunar við hinn alvalda guð .
Kristján H Theódórsson, 14.11.2012 kl. 22:40
Trú er hræsni allveg sama hvernig á það er litið. Trúlausir geta líka verið hræsnarar allveg eins og hinir.
Börn hinsvegar fæðast saklaus og okkur ber að kenna þeim góða siði og skynsemi. Við þurfum að kenna þeim að velja og hafna svo þau viti hvort þau vilji taka trú eða vera trúlaus. Ef þau velja trúna þá vona ég að þau velji hana ekki útaf hræsninni sem í henni felst.
Kveðja
Ólafur Björn Ólafsson, 15.11.2012 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.