FÚSK-veiðistjórnun! Er ekkert í hausnum á "þessum" Hafró mönnum?
18.4.2007 | 14:13
Röksemdir hans eru svo borðleggjandi, um að við séum að svelta fiskinn í hafinu, með of lítilli veiði á stundum. Sem gamall bóndi og sveitamaður frá upphafi, skilur maður svo vel rökin sem hann leggur fram, enda studd athugunum til langs tíma á holdarfari og magainnihaldi fiska og víða leitað fanga!
Ef við erum með of margar ær, kýr ,eða hross í beitarhólfi, fer að halla undan fæti þegar grösin hafa ekki undan beitinni, og þá eru aðeins tvær leiðir færar fyrir bóndann, að fækka í hólfinu þar til jafnvægi er náð, annað hvort með slátrun eða reka hluta bústofns í annað velgróið hólf. Í hafinu eru auðvitað engar girðingar ,og við rekum fiskinn ekker annað á beit, það er háð hans eigin duttlungum, sem og kannske skilyrðum á öðrum nálægum hafsvæðum.
Því er kenning Jóns ,að við getum í líklega aldrei eytt fiskistofnum með ofveiði, en miklu heldur spillt þeim með vanveiði! Tiltölulega lítinn hrygningarstofn þarf til að viðhalda góðum veiðistofni, ef skilyrðin í hafinu eru að öðru leyti hagstæð, semsagt að hinn uppvaxandi stofn hafi nóg að éta, sé ekki afétinn af Óveiddum ofvernduðum fiski sem Hafró er að geyma til seinni tíma!
Fiskurinn bíður sko ekkert eftir að okkur þóknist að veiða hann!
Íslensk fiskveiðistjórnun byggð á ráðleggingum Hafró virðist því sannkölluð Fúsk-veiðistjórnun, og kvótakerfið sem slíkt byggt á afar hæpinni ráðgjöf!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ég hef hlustað á fyrirlestur um færeysku leiðina. Við eigum að horfa meira þangað. Þeir fullyrða að ef þeir hafi fylgt þessum svokölluðu fiskifræðingum væru Færeyjar gjaldþrota í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.