Er þeim ekki sjálfrátt hjá Hafró! Hvað á þessi vitleysa að ganga lengi?

"NAUÐSYNLEGT AÐ DRAGA ÚR VEIÐUM Á ÞORSKI" , segir í innsíðu moggans í dag ,og í eftirfarandi fréttaskýringu Hjartar Gíslasonar er farið yfir fræðin af miklum fjálgleik, hversvegna við þurfum að minnka enn þorskveiðina til að spara fiskinn í sjónum!

Og í niðurlaginu segir" Miðað við þær aðferðir sem Hafrannsóknarstofnun beitir við stofnstærðarmat er ljóst að nauðsynlegt er að draga úr veiðiálagi á þorskstofninn".

Þetta eru nú vísindi í lagi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hjörtur er einn af varðhundum kvótans og birtir ekki gagnrýna umfjöllun um fiskveiðistjórnina.

Sigurjón Þórðarson, 20.4.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband