Réttindi einhleypra fyrir borð borin,! Prestar neita að vígja 50 ára piparsvein í hjónaband með sjálfum sér!
24.4.2007 | 14:44
Hvað eigum við að elta vitleysuna lengi. Ég veit að ég er að steypa mér í hálfgerða ormagryfju með að velta þessum málum fyrir mér, og á eflaust að fá á mig ásakanir um að ég hati hina og þessa þjóðfélagshópa, en tel mig samt tiltölulega fordómalausan mann, með mikið umburðarlyndi.
Er ekki heittrúaður þótt ég tilheyri þjóðkirkjunni og hafi m.a. gengt meðhjálparastörfum á þeim vettvangi fyrir c.a. 20 árum síðan. Út frá trúarlegum forsendum tæki ég ekki nærri mér að sam kynhneigðir fengju venjulega hjónavígslu, en það er bara rökleysa að það sé einhver réttur sem þeim skilyrðislaust ber.
Ég get með engu móti skilið,að öllu þurfi að steypa í sama mót. Að öll sambúðarform eigi rétt á samskonar athöfnum hjá trúféögum, án tillits til upphafsins, er auðvitað bara bull.
Karlmaður sem gengur í hjónaband með konu, er t.d. þar með búinn að afsala sér réttinum til að fara heim af ballinu , hvort heldur sem er með "fallegustu stelpunni eða þeirri sem gerir sama gagn". Hann verður að láta sér nægja þá þeirra sem hreppti þaðan í frá.
Ýmsar ákvarðanir okkar á lífsleiðinni hafa áhrif á hvaða möguleika við höfum til að taka þátt í ýmsum serimoníum samfélagsins. Skiptir þá litlu hvort þær eru meðvitaðar eða ómeðvitaðar, ég á enga sérstaka kröfu á að allir lúti mér og mínum löngunum til að gera allt sem mig langar til að gera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð lesning
Rannveig H, 24.4.2007 kl. 14:52
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 09:51
Sæll frændi, gaman að "sjá" þig, gott ef ég er ekki bara sammála því sem að þú segir hér.
Kv. Júlli Tedd
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.