Geir "góði" reynir að blekkja!
26.4.2007 | 02:18
Horfði á umræðuna í Reykjavík suður á stöð 2 áðan. Þar reyndi Geir að slá sig til riddara á kostnað flokka sem hafa boðað hækkun skattleysismarka. Býsnaðist yfir að þeir gerðu sér ekki grein fyrir kostnaði sem gæti numið allt að 50-60 milljörðum fyrir ríkissjóð.
Síðan sló Geir því fram, að auk þess hefði hækkun skattleysismarka þann annmarka, að hinir hæstlaunuðu fengju jafn mikið og þeir láglaunuðu. því væri betra að lækka skattprósentuna, Og gauka svo einhverjum aumingjastyrkjum að þeim lægralaunuðu eftir að búið væri að taka af þeim nauðþurftartekjurnar í sköttum.
Þvílíkt endemis bull!
Hækkun skattleysismarka gefur jú hálaunamanninum sömu krónutölu og þeim sem lægri hefur launin en minna sem hlutfall launa .
Lækkun skattprósentu gefur hinsvegar hálaunamanninum margfalt meiri ávinning en þeim sem lægri hefur launin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki eina bullið sem rennur upp úr Geira Harða þessa dagana. Þar má til dæmis skoða það sem hann er að segja um bæturnar til ellilífieyrisþega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.