Fylgjendur stjórnarflokkanna fara nokkrir mikinn á blogginu og víðar og býsnast yfir "ÓSVÍFNUM" tillögum Frjálslyndra og fleiri um að leiðrétta til fyrra horfs skattleysismörk launþega, en þau hafa verið markvisst skert með þeim hætti í tíð þessara vina ríka mannsins. Síðast í gær var Birgir Ármannsson að býsnast yfir þessu hér á blogginu.
"150.000 kr. skattleysismörk - 50 milljarða tekjutap
Fjármálaráðuneytið fjallar í vefriti sínu í dag um áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna hækkunar skattleysismarka. Skattleysismörkin hafa verið vinsælt umræðuefni í kosningabaráttunni og sumir stjórnarandstöðuflokkar hafa gefið afar glannalegar yfirlýsingar um áform sín í þeim efnum.
Af samantekt ráðuneytisins má sjá að hækkun skattleysismarka í 100.000 kr. á mánuði myndi leiða til samdráttar í tekjum ríkisins um 6,4 milljarða, hækkun í 120.000 kr. þýða tekjutap upp á meira en 25 milljarða og 150.000 kr. skattleysismörk myndu leiða til þess að ríkið hefði 50 milljörðum króna minna úr að spila á ári.
Í ljósi þess hvað hér getur verið um gríðarlega háar fjárhæðir að ræða er nauðsynlegt að stjórnarandstöðuflokkarnir - einkum þeir sem mestu lofa í þessu sambandi - skýri nánar út hvernig þeir hyggjast mæta þeim mikla samdrætti í tekjum ríkisins sem þessar tillögur geta haft í för með sér. Ætla þeir að hækka aðra skatta gríðarlega eða hafa þeir hugmyndir um tugmilljarða niðurskurð í ríkisútgjöldum?"
Er þetta ekki dæmigert fyrir siðblindu,að flokkur sem í orði kveðnu þykist berjast fyrir lægri sköttum, skuli ganga fram fyrir skjöldu í að skattpína þá sem minnst hafa fyrir sig að leggja í þjóðfélaginu, og tala um "tekjutap ríkissjóðs" í því sambandi.
Þessir höfðingjar tala hinsvegar hástemmt fyrir lækkun skattprósentunnar sem kemur hálaunamönnunum margfalt betur .
Það á að vera algjört bannorð að skattleggja þær tekjur sem einstaklingar þurfa sér til framfærslu, og þá án þess að um algjört hokur sé að ræða!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Athugasemdir
Vonandi losnum við við stjórnina í vor.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.