Auðlindir og atvinnuréttindi verða séreign fárra ef við kjósum yfir okkur ótuktarflokkana áfram!

Framtíðarstefna forkólfa Þarmsóknar og Ríghalds , er að koma í eigu nokkurra útvalinna vildarvina flokkanna sem flestum auðlindum til lands og sjávar.

Í kjölfarið má búast við lagasetningu um að enginn megi ráða sig í vinnu nema í gegnum starfsmannaleigur , sem vildarvinum flokkanna verður að sjáfsögðu úthlutað réttindum til að reka. Þar verður stundað eitt allsherjar hórerí með vinnuaflið. Allir seldir út á forsendum rétthafanna sem hirða drjúgan hluta afgjaldsins.

Verslunin verður bundin sérleyfum, n.k. kvótakerfi í anda hinnar gömlu verslunareinokunar Hansakaupmannanna . Verslunarkeðjurnar skipta með sér markaðnum og versla með leyfin sín á milli .

Að sjálfsögðu munu ótuktarflokkarnir setja þeim útvöldu reglur um tíund vegna gæslu sérhagsmunanna!

Síðan verður galað hátt um dásemdir frelsis og einkaframtaks í skjóli þeirra Gei Hil Hungs og Jons Sig Sungs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband