Það hefur jafnan reynst mér best að þykjast bara ekkert skilja!

Saga er sögð af af einum ágætum fyrrverandi afgreiðslustjóra Flugleiða í innanlandsfluginu hér í den, sem var að setja eftirmann sinn inn í starfið.  Þegar þar var  komið sögu hvernig bregðast skyldi við kvörtunum erlendra farþega vegna tilfallandi vandræða,kom eftirfarandi heilræði:

"Það hefur jafnan reynst mér best, að þykjast bara ekkert skilja!"

Manni verður stundum hugsað til þess arna , þegar forkólfar annarra flokka en Frjálslyndra fjalla um s.k. Færeysku leið og fiskveiðiráðgjöf byggða á kenningum Jóns Kristjánssonar fiskifræðings!

Grunnurinn í þeirri ráðgjöf er sú ,að fiskistofnar eru háðir náttúrulegum sveiflum sem tengjast breytileika í skilyrðum í hafinu og hefur lítið með veiði að gera . Línurit gerð eftir áratuga eða allt að aldargömlum heimildum um fiskveiði t.d. við Færeyjar og Ísland sýnir að þessar sveiflur hafa alltaf verið fyrir hendi, og þar kemur t.d. fram að lægðirnar hafa jafnvel stundum komið í kjölfar aðstæðna sem hafa leitt til lítillar sjósóknar. s.s heimstyrjaldanna .  Línurit sýnir sömuleiðis að síðan við losnuðum við Breta og aðra erlenda aðila af  fiskimiðunum við landið, hefur kúrfan með eftirtektarverðum hætti legið niður á við.

Skýringin er auðvitaðð  sú, að  eftir að veiðistýringin hófst, hafa hafsvæðin að einhverju leyti verið ofsetin. Ekki er fæða í hafinu fyrir alla þá fiska sem Sjávarútvegsráðherrar Íslands vilja gjarnan friða til áframeldis og síðari veiða. Þar við bætist líklega ofveiði á loðnu og ýmsum smáfiskum sem er gjarnan í fæðukeðju þorsksins t.d.     Þessi fiskur sveltur því og bætir ekki við sig í þyngd ,eða hreinlega drepst og verður því ekkert frekar til skiptanna þegar til á að taka. Þegar ráðherra leyfir mönnum að fara að veiða þennan sparifisk, þá er hann annaðhvort dauður eða við hungurmörk.

Lærdómurinn er sá að við geymum ekki fisk í hafinu uppá þau býtti að geta gengið að honum vísum til veiða síðar!

Kristján Þór Júlíusson þóttist sniðugur að bregða fyrir sig þessu skilningsleysi í umræðum um atvinnumál og.fl. í sjónvarpsþætti með frambjóðendum allra flokka  sem sendur var út frá Egilsstöðum í kvöld. Hélt sig geta mátað Sigurjón Þórðarson í umræðum um sjávarútvegsmál með að benda á að afli við Færeyjar væri í mikilli lægð eftir nokkurra ára ráðgjöf Jóns Kristjánssonar.  Reyndi að kenna of mikilli sókn um. 

Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er bara ein af náttúrulegu niðursveiflunum sem alltaf hafa verið og veiðin er augljóslega aftur á uppleið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband