Ætlum við að endurkjósa vafasamt fólk til að ráða málum okkar áfram?
11.5.2007 | 00:32
Á laugardaginn stöndum við frammi fyrir einhverjum afdrifaríkustu kosningum Íslandssögunnar. Skv. skoðanakönnunum erum við á þröskuldi þess að steypa þeirri stjórn af stóli sem með hvað mestri lítilsvirðingu hefur umgengist stjórnarskrána okkar , og líklega brotið hana beinlínis með umgengninni um ákvæðið um málskotsrétt Forseta Íslands. Þá tóku tveir herramenn sér það bessaleyfi að gera okkur aðila að hernaðarátökum gegn fullvalda þjóð sem ekkert hafði á okkar hlut gert, án þess að bera það undir lögákveðnar stofnanir lýðveldsins.
Þótt þessir vafagemlingar séu ekki lengur í framboði eða í trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk, eru enn í framboði nokkur hluti þeirra þingmanna sem gerðust samsekir þeim um óhæfuna, og brugðust þjóð sinni ,með að leggja sig ekki fram um að stöðva vitleysisganginn, en til þess höfðu þeir sterka stöðu því enginn er foringi án stuðnings sinna liðsmanna.
Hvernig getum við treyst þessu fólki aftur, sem svo hrapalega brást á ögurstundu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér kjósum rétt á laugardaginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.