Öruggari leið að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn!
11.5.2007 | 11:57
Góðra gjalda verð ábending hins ágæta Jóhannesar í Bónus, að menn sýni Birni Bjarnasyni stórafingurinn með útstrikun í kosningunum á morgun, en jafnframt er fólki bent á að þetta hefur því miður aldrei virkað til að koma mönnum út af þingi.
Miklu öruggara er að kjósa annað framboð í því sama kjördæmi, og bendi ég fólki sérstaklega á F listann, lista Frjálslyndra , þar sem Jón Magnússon er í forystu. Get nokkuð ábyrgst að þar fengjum við mann sem gæti fyllt stól Björns í dómsmálaráðuneytinu án þess að vera með einhverjar hermennsku- og hlerunargrillur.
Hvað þá að leggja viðskiptajöfra í einelti með handstýringu úr ráðuneytinu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.