Raufarhöfn 2003,Flateyri 2007.
19.5.2007 | 22:31
Skyldi það vera tilviljun að tilkynnt er um hrun útgerðar og fiskvinnslu í þessum sjávarútvegsplássum "korteri" eftir kosningar?
Eftir að ósannindamenn á vegum stjórnvalda hafa enn og aftur dásamað hið stórkostlega fiskveiðistjórnunarkerfi okkar í aðdraganda alþingiskosninga, hendir það nú enn og aftur í kjölfar þeirra að hrun verður ljóst í greininni í lítilli sjávarbyggð á landsbyggðinni og atvinnulíf þar með í rúst á staðnum.
Er það algjör tilviljun að þetta sé ekki tilkynnt fyrr en að kosningum loknum í báðum tilfellum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei þarna er enginn tilviljun á ferðinni. En mig langar til að vita hvort eitthvað sé hæft í því að Einar Oddur hafi nýlega keypt kvóta fyrir einn milljarð króna. Tekið lán til þess nóta bene. Ætli einhver geti svarað þessu. Ef svo er, ættu Flateyringar ekki að vera á vonavöl, því auðvitað mun Einar Oddur koma fólkinu til bjargar ef svo er, því hann er svo sjokkeraður yfir þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.