Er einhver þörf fyrir Framsóknarflokkinn!

Nú þegar sá óskadraumur okkar margra hefur ræst að hluta, að Framsókn hefur fengið makleg málagjöld í kosningum til alþingis, rísa menn hver um annan þveran upp og lýsa hluttekningu með hræinu, og pæla í því hvernig best verði komið fótunum undir bjálfann á ný!

Ég segi nú bara að miklu heldur skulum við vinna áfram að niðurlagningu þessa óþurftarþröngrasérhagsmunagæsluflokks . Hann hefur engu augljósu hlutverki að gegna í þessu þjóðfélagi í dag. Aðrir flokkar  hafa á sínum stefnuskrám allt það sem Framsókn þóttist standa fyrir, en var auðvitað hin seinni árin bara yfirvarp sem þeim datt aldrei í hug að taka hátíðlega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli það fari  ekki bara best að jarða líkið.  Flottur kveðskapur hjá þér hér á undan Kristján minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband