Grein Hjalta Hugasonar!-Jákvætt eða neikvætt trúfrelsi.

Það þykir líklega mörgum komið nóg af þrasinu um trúarbragðafræðslu og/eða trúboð í skólum. Ég er einn af þeim sem fylgst hefur með þessu þrasi ,sem virðist mest á misskilningi byggt, allavega miðað við tilefnið, semsagt fyrirhugaða breytingu á grunnskólalögum ,þar sem orðið kristið siðferði er fellt niður , og í stað þess er orðalag sem inniheldur í raun allt sem  þetta s.k. kristna siðferði felur í sér og kannske rúmlega það! Er að skilja á forsvarsmönnum kirkju okkar ,að við kristnir höfum einkarétt á því að tileinka okkur góð og uppbyggileg gildi í heimi hér!

Prófessor í guðfræði ,Hjalti Hugason ræðir þetta mál í grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni "Jákvætt eða neikvætt trúfrelsi.  Hann er greinilega mun skynsamari en margur annar ,leikur eða lærður, sem tjáir sig um málefnið. Þrátt fyrir að Hjalti sé efins um ýtrustu óskir samtaka hinna "trúlausu" um algjört bann við allri trúariðkun í skólum , þá hefur hann greinilega meira umburðarlyndi gagnvart viðhorfum minnihlutahópa í þessum efnum, en margur prelátinn sem nánast vill úthrópa Siðmennt fyrir frekju og yfirgang gagnvart hinum kristna meirihluta!

   "Í ljósi umræðu síðustu vikna um samstarf kirkju og skóla og ýmis mál sem því tengjast má spyrja hvort aðstæður séu raunverulega slíkar í íslensku samfélagi að ástæða sé til að hverfa frá hefð hins jákvæða trúfrelsis. Það virðist alls ekki augljóst. Það skal þó játað að trúfrelsi kallar þá sem þess njóta til ábyrgðar og  leggur þeim þær skyldur á herðar að neyta þess ekki til að hefta frelsi annarra eða gera lítið úr skoðunum þeirra. Þetta er vert að hafa í huga þar sem samfélög eru mjög einsleit trúarlega líkt og gerist hér á landi þar sem allur þorri þjóðarinnar tilheyrir evangelísk-lútherskum kirkjum. Þar verður að gæta þess að þrengja ekki um of að trúarlegum eða trúlausum minnihlutahópum. Þá skiptir stærð þeirra raunar ekki máli nema hugsanlega í þá veru að því minni sem minnihlutinn er því mikilvægara sé að réttindi hans séu tryggð. Það má gera með ýmsu móti en mest ríður þar á almennri tillitsemi og gagnkvæmri virðingu. Neikvætt trúfrelsi þarf hins vegar ekki að vera nærtækasta lausnin þótt hún virðist skilvirk."

Þetta finnst mér vera mergurinn málsins. Því miður hef ég ekki aðgang eða kunnáttu til að sækja greinina í heild sinni hér inn til tilvitnunar, en kannske aðrir geti bætt úr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er þessi meðalhófsregla, sem virðist mörgum erfið.  Fólk vill enda í hanaslag, þegar rætt er um þessi mál.  Raunar eru það aðallega þrjú mál sem ekki er hægt að ræða af skynsemi á Íslandi, það eru jafnréttismál, trúmál, og málefni innflytjenda.  Ef minnst er á þessi þrjú málefni, verður allt vitlaust því miður, því svo sannarlega eru þetta allt mál sem þarf að ræða af skynsemi og alvöru en ekki upphrópunum eða skítkasti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 09:18

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þessi grein er svo mikið torf að ég óska þér til hamingju...er sjálf ekki klár á hugsun Hjalta, finnst hún ekki nógu skýr?...segir kannski meira um mig?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.12.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband