Að njóta eða gjalda faðernis!

Það hafa verið ein helstu varnarrök niðurlútra sjálfstæðismanna fyrir umdeildri dómaraskipun við Héraðsdóma Norður- og Austurlands nýverið, að Þorsteinn sá sem hnossið hlaut megi ekki gjalda faðernis síns og ómanneskjulegt sé á þeim forsendum að gagnrýna skipunina.

En hafa verður í huga að öllum er ljóst að maðurinn fékk embættið mjög sennilega á forsendum faðernis síns eingöngu! Hefði líklega ekki komið til álita með sinn menntunar og reynslubakgrunn annars! Þar af leiðir að hann verður að sætta sig við að nokkuð nærri hans persónu sé höggvið í umræðunni.

Tók eftir að Sigurði Kára var ekkert sérstaklega skemmt að þurfa að gerast varnarmaður gjörningsins Kastljósinu í kvöld. Rjóður,flóttalegur og lítt upplitsdjarfur miðað við fyrri framkomur hans í fjölmiðlum. Hlýtur enda að vera erfitt faglega fyrir löglærðan mann að verja þessa vitleysu. Árni Þór var þó engan veginn beittur í sinni gagnrýni! Reyndar frekar slappur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband