Vantar sárlega einhvern aðila sem getur með myndugum hætti tekið í hnakkadrambið á brotlegum ráðherrum og ríkisstjórnum!
11.1.2008 | 15:32
Manni dettur þetta oft í hug hvernig sé hægt að fá stjórnvöld sem þráfaldlega brjóta af sér gagnvart góðri venju og oftá tíðum líka beinlínis lögum þessa lands, til að hlýða og skammast sín þegar úrskurðað hefur verið þeim öndvert um afbrotin!
Ef að líkum lætur verður nýfallinn úrskurður um galla fiskveiðistjórnunarkerfisins blásinn af sem prump, og sjávarútvegsráðherra þegar farinn að tala á þeim nótum!
Ólíðandi útúrsnúningar og orðhengilsháttur er oftast notaður til að kjafta sig frá hneykslinu, og þannig í raun beinlínis aukið á skandalinn, í stað þess að bregðast við og leiðrétta . Öllum getur jú orðið á.
Spurning hvort sé hægt að hafa einhverskonar þjóðkjörið yfirvald, fjölskipað sem hafi óskoraðan stjórrnarskrárvarinn rétt, eða beinlínis skyldu til að setja slíka kóna af , sem ekki fara að úrskurðum sem falla gegn vafasömum gjörningum þeirra! Það má víst ekki nefna Forsetann í því sambandi, en kannske dettur manni fyrst í hug að slík yfirvald yrði kjörið samhliða honum og starfaði í samráði við embætti forseta!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Athugasemdir
eftirlitsaðila vantar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.1.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.