Hvers vegna ættu þeir bótarétt frekar en fjárfestar sem tapa á hlutabréfakaupum? Máttu vita að ekkert var tryggt!

 LÍÚ málpípan Friðrik, arftaki Harmagráts, kom að því í viðtali í fréttum dagsins að auðvitað yrði ekki hróflað við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi nema borga umbjóðendum hans bætur fyrir fiskveiðiheimildirnar! En ég bara spyr: Hljóta þeir ekki að haf keypt þetta í eigin áhættu vitandi um hvað stendur í 1.gr. laga um stjórn fiskveiða?

1.kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Hafa þeir einhvern uppáskrifaðan samning frá sjávarútvegsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sem ábyrgist þeim varanlegan eignarétt þessara heimilda á fullu verði?

Er staða þeirra ekki hliðstæð stöðu kaupanda hlutabréfa sem falla í verði , jafnvel alveg í 0?

Hvert sækja þeir bætur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

LÍÚ hefur stærsta sértrúarsöfnuð Íslands í vasanum. Þessi trúarsamtök heita Sjálfstæðisflokkur og þar er gengið út frá því að það sem þjóðinni er sagt að hún eigi sé í raun eign safnaðirins og vina hans.

Árni Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Og síðustu nokkur misserin, eftir því sem upp kemst um meira vafasamt í stjórnsýslu þessa sértrúarsafnaðar hérlendis, fundu þeir þá leið að raða sínum mönnum, innmúruðum og innvígðum í dómstóla landsins til að verja þá yfirvofandi málssóknum vegna hinna aðskiljanlegust afglapa og brota gegn alþýðu þessa lands.  Gleyma bara einu mikilvægu atriði. Nefnilega að dómarnir verða ruddir vegna vanhæfis þessara kóna!

Kristján H Theódórsson, 12.1.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband