Fráleitar hótanir!
22.1.2008 | 09:53
Skil ekki hvernig Margréti Sverrisdóttur dettur í hug þessi vitleysa, að einhver nenni standa í nýrri meirihlutamyndun með henni í hvert sinn sem Ólafur forfallast .
Margt hefur nú verið klikkað í borgarmálunum það sem af er kjörtímabilinu, en að þau séu svo vitlaus að standa í daglegum meirihlutamyndunum vil ég ekki trúa, því auðvitað yrði Margrétarstjórnin felld óðara aftur.
Hef reyndar trú á að hinn nýi meirihluti, þ.e. Ólafur F. muni láta reyna á 24. grein laga nr. 45,3.júní 1998, þar sem fjallað er um hvernig varamenn taka sæti. Þ.e. hvort hann geti ekki í ljósi þess að F-listinn er framboð fleiri afla, kallað inn þann varamann næstan á listanum sem er í sama flokki eða samtökum og hann! Sjá færslu mína hér fyrr!
Trúi varla að Sjálfstæðismenn hafi lagt í þessa vegferð með honum nema hafa hugað að þessum möguleika.
Þeir hafa nú áður sýnt sig í að úrskurða tvíbent orðalag í lagatextum sér í hag!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.