Kenning! Svona var og verður atburðarásin í borginni!

Sjálfstæðismenn hófu þreifingar við Svandísi Svavarsdóttur fyrir hönd VG um að hlaupa undan merkjum Rei-listans og mynda meirihluta með D-lista.

Hún var þessu ekki fráhverf í fyrstu en sá fyrir sér fordæmingu allrar vinstri blokkarinnar ef hún gengi að þessu og sprengdi samstarfið.

Þá fengu D-menn hugmynd að fá Ólaf sem undanfara sem tæki á sig skítkastið ef hann fengi sínum málum framgengt og borgarstjórastól sem laun fyrir ágjöfina sem hann hlyti.  Fyrirsjáanlegt yrði að þetta gæti staðið tæpt þar sem óvissa var með hvort borgarstjórnarflokkur F-lista fylgdi með.

Þraukað verður nokkrar vikur með Ólafi, en þá skyndilega verður kynnt samstarf með Svandísi og Vinstri grænum og enn einn meirihlutinn myndaður!

Þau sleppa mildilegar frá þessu , þar sem litið verðu á að þau séu með "heill" borgarbúa í huga að hafa hönd í bagga með "illa þokkuðum" hægri mönnum! Betri sé hálfur skaði en allur!


mbl.is Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband