Ljóskir þingmenn með hálfvitamálflutning!
5.2.2008 | 15:06
Var að fylgjast með störfum á alþingi áðan ,þar sem til umfjöllunar var hugsanleg viðbrögð við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, um fiskveiðstjórnarkerfi okkar Íslendinga, að það bryti mannréttindi. Sýndist flestum að okkur yrði ekki stætt á að koma ekki til móts við álitið og gera lagfæringar sem tryggðu að mannréttindi yrðu virt.
Ekki þó talsmenn Sjálfstæðisflokksins,þeir draga lappirnar sem stundum áður í þessum málaflokki. Lúbarðir til hlýðni af kvótaaðlinum, líktu þau, Sigurður Kári Kristjánsson og Arnbjörg Sveinsdóttir málflutningi þeirra sem vilja úrbætur við árásir á sjávarútveginn!
Minnir mig á þá gömlu góðu daga meðan SÍS og kaupfélögin voru uppá sitt besta og maður leyfði sér stundum að gagnrýna störf þeirra sem leiddu samsteypurnar, og ýmsar ákvarðanir þeirra . Þá voru menn barðir niður með því að þetta væri árás á Samvinnuhreyfinguna í heild! Semsé gagnrýni á ákvarðanir ráðinna og kjörinna misviturra starfsmanna var árás á SÍS-ið sjálft! Þetta virkaði því miður alltof lengi á heilaþvegna félagsmenn og almenna starfsmenn hreyfingarinnar. Öll vitum við örlög SÍS og flestra kaupfélaganna,kannske vegna þess að gagnrýni taldist drottinssvik!
En í dag er fólk orðið það upplýst að svona plötusláttur gengur vonandi ekki í almenning. Kvótakerfið sem verið er að krefjast breytinga á hefur sannanlega farið illa með sjávarútveginn hvernig sem á er litið!
Gagnrýni á það kerfi sem þeim hörmungum hefur valdið, getur ekki talist árás á sjávarútveginn. Hér er verið að krefjast að snúið sé af braut illrar meðferðar á atvinnugreininni,meðferðar sem aðeins hefur þjónað hagsmunum fárra.
Þingmenn eiga ekki að leyfa sér svona heimskulegan málflutning. Rökstudd gagnrýni á kerfi sem valdið hefur ómældum skaða í sjávarútvegi, öllum nema örfáum lukkuriddurum sem tókst að véla útúr þjóð sinni gefins einkaafnot sér og sínum til handa á fiskistofnum við landið, er ekki árás á sjávarútveginn sem slíkan , Arnbjörg og Sigurður Kári, þvert á móti er hér tekið til varna fyrir greinina! !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.