Steinunn Valdís ber saman epli og appelsínur!

Umræða á alþingi um starfsheitið ráðherra sýnd í morgun. Steinunn Valdís flutningsmaður tillögu um að finna nýtt ókynbundið heiti reyndi með lélegum kynjarökum að rökstyðja sitt mál. Greip m.a. til vafasamrar samlíkingar að segja, að engum þætti það við hæfi að ávarpa hana Herra Steinunni Valdísi, eða  karl á þingi t.d.Frú Árni Johnsen . (man ekki fyrir víst hvern hún tiltók í dæmi sínu).

Hér segi ég hana vera að bera saman ólíka hluti, herra eða frú í þessu tilliti er allt annars eðlis, en sem starfsheiti. Steinunn Valdís yrði að sjálfsögðu ef hún fengi ráðuneyti til umráða,Frú Steinunn Valdís Jafnréttismálaráðherra, en Árni Johnsen gæti hæglega kallast Herra Árni Johnsen Prófkjörshetja fyrir afrekið að komast svo fljótt til starfa aftur á löggjafarsamkomunni eftir það sem á undan er gengið!

En Árni benti ráttilega á að karlar kveinkuðu sér ekki undan að vera kallaðir hetjur þótt það sé kvenkynsorð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Þetta er innan tómur málflutningur og gefur til kynna frekar léleg meðmæli með henni sem þingmanni/konu.

Svipað og að setja græna og rauða kallinn í pils á umferðarljósum

Steinþór Ásgeirsson, 5.2.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband