Bændur að sligast af völdum kvótakerfisins?

Sérkennileg hagfræði að það geti verið hagræðing fyrir atvinnugrein að búa til aukakostnaðarlið sem veruleg fjárhagsleg þyngsli eru af og ljúga í menn að það sé til eflingar greininni!

Líkt og í sjávarútveginum hafa menn komist upp með það áratugum saman að ljúga í bændur að kvótakerfið sé til hagræðingar fyrir greinina.

Niðurgreiðslum og styrkjum sem áður voru til staðar í landbúnaðinum var pakkað saman í s.k. beingreiðslur, eða greiðslumark til bænda. Auðvitað spratt upp markaður með þessi réttindi, því framan af var með fasískum hætti hengt saman rétturinn til að framleiða á markað og rétturinn til að fá þessar greiðslur.

Líkt og í fiskveiðunum hafa menn síðan selt þessi réttindi sín á uppsprengdu verði til örvæntingarfullra bænda sem hefur verið talin trú um að þetta sé framtíðin. Upphaflegir handhafar réttarins verðmæta fara svo í auknum mæli útúr greininni með fjármuni, en eftir stendur ofurskuldugur landbúnaður. 

 Segir sig sjálft að erfitt er að taka við keflinu í búskapnum þegar menn þurfa ofaná tugmilljónafjárfestingu í jarðnæði, bústofni og búnaði , að festa milljónatugi á okurvöxtum í að kaupa sér markaðsaðgengi sem áður kostaði ekki neitt. Bændur eru komnir í hring. Aftur orðnir ánauðugir skuldarar á klafa banka eða afurðastöðva, sem í sumum tilfellu hafa haft milligöngu um að útvega framleiðsluréttindin ,gegn kvöð um innleggsskyldu afurða. Áður voru það Kaupfélögin sem áttu margan bóndann með þessum hætti.

Hvernig getur verið glóra í að kaupa sér réttinn til að framleiða mjólkurlíterinn á 300-400 kr eða sem nemur allt að þeirri upphæð sem er verið er að tryggja sér í beingreiðslur á samningstímanum hverju sinni. Þá stendur útaf að greiða allan vaxtakostnað af þessu.

Ekki furða að landbúnaðarafurðir sé dýrar á Íslandi þegar greiðslur sem í upphafi voru hugsaðar til niðurgreiðslu , þ.e.  lækkunar vörunnar ,fyrst á sölustigi síðar á framleiðslustigi , beinlínis fara að virka sem verðlækkunarhindrandi. Halda uppi háu matvælaverði og vinna gegn hagræðingu sem kann að hafa fengist af samþjöppun í greininni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skussunum er hyglað á kostnað þeirra sem duglegir eru.  Það er búið að binda hendur bænda og sjómanna.  Og hvers vegna ? Til að vernda kvótaeigendur og sláturhúsaleyfishafa.  Ætli það fari ekki einhverstaðar aurar í ákveðna kosningasjóði ?  Það er búið að binda hendur þessara stétta á Íslandi, sem er óþolandi ástand.  Svo leyfa menn sér að tala um byggðastefnu ? Og að bjarga byggðunum með einverjum fáránlegum aðgerðum.

Látið okkur hafa verkfærin og við skulum vinna.  Takið af okkur þrælaböndin og leyfið okkur að nýta það sem við höfum.  Leyfið okkur bara að vera í friði og við spjörum okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2008 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband