Ef ég kaupi eitthvað og veit að sá sem seldi ,hvorki átti né hafði heimild til að selja mér ....
6.2.2008 | 01:03
Get ég þá ekki búist við að þurfa að skila því aftur til rétts eiganda án þess að eiga kröfur á hann á móti.
Málflutningur LÍÚ-ara er enn sem fyrr á þeim nótum að eitthvað sé óeðlilegt við að útgerðarmenn þurfi að taka á sig skellinn af því að hafa látið ginnast til að kaupa veiðiheimildir , augljóslega í eigin áhættu,á uppsprengdu verði því lögin beinlínis taka fram í upphafsgrein að eignaréttur eða óafturkræfur umráðaréttur geti aldrei fylgt úthlutun veiðiréttindanna.
Ef íslensk stjórnvöld þurfa að taka upp kerfið til að geta staðið við alþjóðasáttmála sem við höfum staðfest, þá eru það fullkomlega lögmætar ástæður til að afturkalla þær veiðiheimildir sem til þarf!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað úr út mínum munni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2008 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.