Kvóti ljóti til lands og sjávar er uppfinning þess vonda!

Neita ekki að nú hlakkar í fyrrverandi Brúnabónda.

Ófáar skammarræðurnar flutti hann gegn þessari uppfinningu Andskotans sem kvótakerfin eru(fyrirgefið orðbragðið). Fékk á sig kverúlantastimpil fyrir vikið og fleiri sem voru sama sinnis og voru litnir hornauga af hinum réttsýnu bændahöfðingjum sem létu gráðuga ,slóttuga gróðamenn plata sig til þeirra óhæfuverka, sem það er að pakka atvinnuréttindum heillar stéttar saman framleiðslukvóta sem gengur kaupum og sölum eftir lögmálum markaðarins þar sem meirafífls kenningin hefur svo sannarlega sannað sig.

Bændur hafa unnvörpum látið narrast til að kaupa sér aðgang að styrkjum hins opinbera til landbúnaðarins á uppsprengdu óraunhæfu verði. Verði sem ólíklegt er að skili sér nokkurntíman til baka með tilliti vaxtaokursins . Eftir situr hnípin stétt í vanda meðan upphafsmennirnir eru flestir löngu komnir í öruggt fjárhagslegt skjól eftir feitar sölur á eigin kvótum!

Allt var þetta gert undir yfirskyni nauðsynlegrar hagræðingar í atvinnugreininni og stórkostleg eignaupptaka hjá þeim sem ekki mökkuðu rétt fyrir þessa vitleysu réttlætt með þjóðarhag sem yfirvarp.

Stórkostlegt að lesa umsögn núverandi formanns Bændasamtakanna um árangurinn !

"Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þyrftum að endurskoða þetta kerfi(kvótakerfið)Á margan hátt hamlar það bæði hagræðingu og framförum í landbúnaði".

Kerfið hefur semsagt reynst álíka stórkostlegt og kvótakerfi sjávarútvegsins!

 


mbl.is Eigum að feta okkur frá kvótakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er náttúrlega alveg stórkostleg uppgötvun að þá fyrst borgi sig að framleiða búvöru og veiða fisk þega einhverjum hefur verið greitt fyrir að mega gera þetta.

Líklega get ég hagnast á því að skrifa bók ef ég finn einhvern sem leyfir mér að borga honum fyrir réttinn til að skrifa skrudduna.

Árni Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll Árni! Og hugsaðu þér hvað verslunin í landinu hefur liðið mikið fyrir það síðustu 200 árin eða svo að verslunareinokuninni skyldi afétt.

Hvað er að kaupmönnum að krefjast ekki kvótakerfis?

 Taka aftur upp gamla Hörmangarakerfið , að skipta versluninni upp í svæði  eða hverfi . Bónus má bara höndla í þessu hverfi að viðlagðri Rasphúsvist ef ekki þaðan af verra straffi þeirra annarra sem voga sér að brjóta . Kaupás fær sín svæði og Samkaup sín. Borga glaðir milljarða fyrir að halda og eða fá einokunaraðstöðuna. Að sjálfsögðu hægt að höndla með réttinn milli aðila.

Það hlýtur að stuðla að lægra vöruverði að þurfa að bæta milljarða kostnaði ofaná til að dekka kostað við markaðsaðgengið.

Skrýtið að skuli ekki búið að reikna út hagræðinguna og hagkvæmnina af upptöku verslunareinokunar á ný. Hugsaðu þér alla milljarðana sem tapast í gjaldþrotum í þessari fjandans óheftu samkeppni!

Kristján H Theódórsson, 7.2.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega er ég sammála ykkur þarna, burt með kvótakerfi bæði í sjávarútvegi og landbúnaði.  Ýtum þessum forneskjumönnum út í hafsauga sem nú sitja og drottna.  Það er reyndar hlægilegt að Guðni skuli lengi hafa verið á móti þessu kerfi, hvað er langt síðan hann var landbúnaðarráðherra ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband