Blóð krists og gralið helga .
13.2.2008 | 14:43
Hef verið að lesa bókina undanfarna daga. Niðurstaða höfunda ,Michael Baigent,Richard Leigh og Henry Lincoln, sýnist mér vera ,að við höfum verið höfð að fíflum.
Kirkjunnar menn gegnum tíðina í samráði við veraldlega höfðingja fyrr á öldum hafa falsað söguna og hagrætt staðreyndum að eigin geðþótta í þeim tilgang að hafa stjórn á lýðnum. Upphaflega í þágu Rómaverskra keisara. Gæska Guðs gegn helvítisógninni hefur verið notuð sem stjórntæki til að ráðskast með almenning.
Jesú var auðvitað mennskur maður getinn af karli og konu á hefðbundinn hátt. Var kannske af fornri konungsætt og barðist til áhrifa á þeim forsendum. Var á sinn hátt gagnrýninn á spillt og afvegaleitt siðferði síns tíma og á þeim forsendum kannske hægt að virða hans skoðanir en ekki að tilbiðja sem guðlega veru.
Hann var giftur og átti að öllum líkindum afkomendur . Kirkjan hefur gegnum aldirnar reynt að eyða öllum vísbendingum þess að svo hafi verið. Svifist einskis í þeim tilgangi að viðhalda hinni fölsku imynd um upprisuna, sem hefur ekki síst orðið til að hefja Jesú á hinn Guðlega stall. Tilgáta er um að hann hafi komist lifandi frá krossfestingunni, jafnvel að staðgengill hafi verið krossfestur eða ástand hans ekki verið lífshættulegt , þannig að í samráði við Pílatus hafi hann verið tekinn fyrr en tíðkaðist af krossinum og náð heilsu á ný og verið komið undan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.