Afturhaldsviðhorf ungs manns! Jón Trausti Reynisson í leiðara DV í dag.
22.2.2008 | 23:08
Ásakar hann núverandi borgarstjóra um afturhald vegna afstöðu til flugvallar og byggðar í Vatnsmýrinni. Vill Ritstjórinn frekar sjá þar þéttbyggt hverfi háhýsa, en það hélt ég reyndar að væri ekki lengur inn hjá skipulagsfræðingum nútímans. Búið er að uppgötva ýmsar neikvæðar hliðar slíkra byggða, og hér á norðurhveli verða slík hverfi afleit til búsetu. Skuggsæl og sviptivindasöm, eilífur stormbeljandi um hin þröngu húsagöng.
Skemmst er að minnast fróðlegrar samantektar Sigmundar Gunnlaugssonar á því hvernig ýmsar Evrópuþjóðir eru að mylja niður heilu blokka og háhýsahverfin og endurreisa þau í eldri og lágreistari stíl.
Annað sem mér finnst líka skipta máli í umræðu um byggð í þessari láglendu mýri, er hlýnun jarðar ,bráðnun jökla og hækkandi sjávarstaða sem spáð er í býsna náinni framtíð. Finnst því atriði ekki mikill gaumur gefinn, að kannske er ekki svo æskilegt að efla byggð á svo miklu láglendi ef annars er kostur. Þykir kannske broslegt sjónarmið, en því ekki að velta því fyrir sér líka! Mikið byggingamagn á þessum stað hlýtur frekar að pressa niður landið. Alþekkt er að land rís þegar jöklar bráðna en sígur með auknu jökulfargi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.