Agnes úr jafnvægi!
30.3.2008 | 16:50
Sérkennilegt að horfa á silfur Egils áðan, hvernig Agnes Bragadóttir fór gjörsamlega úr jafnvægi vegna palladóma sem birst hafa um Styrmi Gunnarsson í tímaritinu Herðubreið.
Hún bókstaflega froðufelldi yfir þeiri ósvinnu að ekki skyldi eintómt fallegt sagt um manninn.
Gerði sér greinilega ekki ljóst að hvorki hún ,sem þiggjandi sitt lifibrauð úr hendi nefnds Styrmis, né skólabróðir hans og stórvinur, Jón Baldvin Hannibalsson geta talist marktæk gagnvart hugsanlegum ávirðingum á hendur Styrmi.
Ekki þar fyrir að ég telji Styrmi alvondan, vafalaust merkur maður og grandvar um margt. En Agnes blessunin er ekki marktækur umsagnaraðili og á ekki innistæðu til þessara viðbragða!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér hefur nú þótt Agnes óttaleg kjaftamaskína og varla þáttatæk! Þrasar og pexar, grípur framí og talar yfir fólk.
Auðun Gíslason, 3.4.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.