Er einhver á þessari stundu bær , eða fær um að fara yfir útreikninga ávinnings af óheftu flæði útlendinga á íslenskan vinnumarkaði undanfarin ár?

Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvað satt er og rétt í þeim efnum. Man að ég var hugsi yfir þeim fullyrðungum fyrir rúmu ári síðan , þegar umræðan um meintan Rasisma Frjáslynda flokksins stóð sem hæst, og fram voru leiddir hagfræðilegir útreikningar á því hvað þjóðarbúið græddi mikið á þessari ofur þenslu vinnumarkaðarins .

Spyr mig hvað það leiddi gott af sér að umfram vinnuafl, gerði okkur kleyft að yfirbyggja húsnæðismarkaðinn og aðra þætti atvinnulífsins og skuldsetja þannig að allt riðar til falls þegar að kreppir!

Nú er þetta ágæta fólk á hraðferð úr landi aftur undan versnandi kjörum hér, ásamt með mörgum innfæddum líklega.  Að flýja það sæla efnahagsástand sem er að hluta afleiðing ofþenslunnar, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband