Afskaplega er það skiljanlegt og þakkarvert!

Ef FME hefur hafnað lífeyrisjóðunum,  ef rétt er sem Guðmundur Magnússon hefur fyrir satt á bloggi sínu, með vísan í frétt á Vísi.is í dag að nokkrir þekktir Framsóknarfýrar hafi átt aðild að málinu!

Semsagt að Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson hafi ætlað klifra upp bakið á lífeyrissjóðum landsins til valda í bankanum á ný! Þeir hefðu væntanlega ekki verið lengi að olnboga sig áfram til algjörra yfirráða á ný!


mbl.is FME tók strax dræmt í hugmyndir lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Velti fyrir mér hvað menn hafa á móti því að Sigurður Einarsson komi að rekstri nýs Kaupþings ef af yrði, sem þó ekkert bendir til þessa stundina.

Enn sem komið er, þá hefur ekkert komið fram um rekstur Kaupþings annað en það að bankinn óx langt umfram það sem hann kannski mátti. Engu að síður þótti bankinn afar líklegur til þess að standa af sér þá brimskafla sem bankarekstur má þola þessa daga.
Held að Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson sé bestu bankamenn landsins og á engan hátt hægt að kenna þeim um hvernig fór fyrir Kaupþingi. Allir vita við hvern er að sakast þar.
Ég hef ekki orðið var við að Kaupthing Edge hafi verið mikið í umræðunni, amk ekkert líkt því sem ICESAVE innlánin.

Rétt eins og byrjað er að koma fram, þá hefur rekstur Kaupþings verið í mun betri og fastari skorðum en rekstur LÍ eins og byrjað er að koma í ljós.

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 18.10.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Má vera að þeir kumpánar hafi þekkinguna og viðskiptahæfileikana sem þarf til að koma bankanum aftur á legg, en trúverðugleikann og traustið hafa þeir ekki lengur.

Vegur þar þungt m.a. taumlaus eiginlauna-og kaupréttargræðgi sem þeir gerðu sig seka um.

Höfuðnauðsyn verður,  að til endurreisnar þessara fjármálastofnana veljist fólk sem ekki dregur á eftir sér slóða neikvæðrar umræðu um ofurgræðgi og spillingu!

Kristján H Theódórsson, 18.10.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband