Brýnt að henda þessum guttum út af þingi sem fyrst!
23.10.2008 | 15:48
Eignarrétturinn er auðvitað helgur og á að vera varinn, en sumir eiga ekki að vera jafnari en aðrir í því.
Ástæðulaust að þeir sem hafa hagnast á að hafa okkur hin að fíflum sleppi með fenginn úr landi meðan við sem rænd vorum fyrir heimsku sakir , erum hneppt á eilífan skuldaklafa!
Svona íhaldsálfar gera okkur mörg ,sem eitt sinn fylgdu þessum s.k. Sjálfstæðisflokki að málum, að harðsvíruðum kommum! Þvílíka skömm hefur maður á þessum málflutningi og hagsmunagæslu fyrir fáa á kostnað fjöldans.
Vill ekki frysta eignir auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já...þetta eru kórdrengir Dabba!
Hvítur á leik, 23.10.2008 kl. 15:59
Þetta hefur reyndar ekkert með Davíð að gera, en þarna eru Sjálfstæðisflokkur og ekki síður Samfulkingin á hálum ís, og munu fyrr eða síðar detta á ísnum ef þau sjá sig ekki um hönd.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 16:45
Já, það verður gaman að sjá, hvort Birgir hafi skorað með þessum ummælum sínum og takist að endurnýja umboð sitt hjá kjósendum í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 13.841 atkvæði í síðustu kosningum og mér er reyndar til efs, að mikill meirihluti þeirra séu ánægðir með þessi svör hans. Ef ég man rétt þá var Gunnar 9. og síðasti kjördæmiskosni þingmaður flokksins í Reykjavík suður. Hins vegar verða þessir 20-30 útrásarpésar mjög ánægðir með svör hans. Mér finnst sumir Alþingismenn ansi seinir að átta sig á aðstæðum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.10.2008 kl. 17:37
Þegar svona skriðdýr eru annars vegar er eignarrétturinn heilagur þótt "eignirnar" séu hreinn ránsfengur stolinn af þjóðinni með fulltingi Ceaucescu Oddssonar í Bleðlabankanum. BB er lyginn og ómerkilegur og það er hrossalæknisfíflið líka. Og Ceaucescu Oddsson sjálfur, og ríkislögreglustjóri. En verstur þeirra allra í undirferli, skriðdýrshætti og tækifærissinnuðum lygaþvælum er Birgir Ármannsson. Hann er svartasti bletturinn á Alþingi fyrr og síðar og er þá langt til jafnað. Árni Johnsen er saklaus kórdrengur við hliðina á þessum kvikindum.
corvus corax, 23.10.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.