Afsagnarhefð að myndast á Íslandi?

Mann rekur í rogastans síðustu daga yfir afsögnum framsóknarforkólfanna tveggja, Bjarna og Guðna.

Bjartsýnir vonuðu að hér væri verið að ryðja braut fyrir aðra pólítíkusa og embættismenn sem almanna- og alheimsrómur telur að miklu heldur þyrftu að taka haldapokann sinn.

Því miður eru litlar líkur að slíkt verði,  því auðvitað voru þessir ágætu menn ekki að axla ábyrgð vegna brota gegn landi og þjóð , heldur flokknum sínum.  Gjörspilltir stjórnmálamenn þessarar þjóðar telja sig nefnilega fyrst og fremst þurfa að standa flokknum sínum reikningsskil gerða sinna, en er slétt sama hvort þeir hafa svikið, og svínað á kjósendum sínum.

Almenningi þessa lands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband