Við þurfum algjöra endurnýjun á Alþingi, annað kemur varla til greina!
22.11.2008 | 22:39
Ein af þeim meinsemdum sem hafa leitt til algjörs hruns hér er það óþverrafyrirkomulag sem viðgengst hefur á löggjafarsamkomunni.
Vegna kosningafyrirkomulags hér hefur aldrei verið unnt að ná þeirri endurnýjun í þingliðið hverju sinni til að sporna gegn hrossakaupahefðinni sem þar viðgengst og nýir þingmenn eru eineltir til að undirgangast .
Sjálfur kynntst ég miniútgáfu á þessu fyrirkomulagi er ég hlaut kosningu á stéttarsambandsþing bænda i byrjun tíunda áratugarins. Hlaut kosningu sem fulltrúi Eyfirskra bænda , en þar í sveit hafði ég talað fyrir frekar uppreisnargjörnum sjónarmiðum, gegn ríkjandi kerfi í landbúnaði.
Taldi mér auðvitað skylt að halda mig við þann málflutning þegar til þings kom.
Leið ekki á löngu þar til fulltrúar fóru að taka mig á eintal og gera mér ljóst að svona málflutningur, þ.e. að tala á hreinni íslensku og umbúðalaust úr ræðustól um hvað maður teldi rétt eða rangt í stefnunni hentaði ekki. Jafnvel þótt þeir væru um margt,ef ekki flest sammála mér efnislega , þá einfaldlega væri þetta ekki vænlegt til árangurs.
Menn hinsvegar hittust á göngum og kaffistofum utan hins eiginlega þinghalds og töluðu sig saman um málin og kæmu svo sáttir til fundar, allt klappað og klárt hver styddi hvaða mál!
Á íslensku þýddi þetta ,ef ég skyldi rétt , Hrossakaup! Ef þú klórar mér þá klóra ég þér á móti.
Ekkert er ókeypis, skítt með eigin sannfæringu og heiðarleika!
Svona skítafyrirkomulag hefur viðgengist á alþingi alltof lengi, við þurfum algjöra endurnýjun þingheims og nýja kosningalöggjöf sem stuðlar að hraðari endurnýjun þingheims. t.d. með tímatakmörkunum sem koma í veg fyrir slímusetur einstakra þingmanna og ráðherra.
Ég hef stundum sagt og hneykslað með því,- en reynsla getur stundum verið neikvæð, þegar hún er farin að hindra framþróun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.