Hvað er maðurinn sem átti að vera löngu farinn vegna trúnaðarbrests við þjóðina...

að rífa kjaft.

Ásakar aðra um óeðlileg vinnubrögð, meðan stjórn sem hefur innan við þriðjungsfylgi hangir trausti rúin í því hlutverki að skafa yfir eigin skít! Þeir bjarga engu þessir ræflar!


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, Geir er aumur skósveinn DÓ og ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér nú þegar.  Hann veldur þessu engan veginn, það er deginum ljósara.

Fannar (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:20

2 identicon

Eru þið með einhverjar töfralausnir sem laga ástandið, ég hef ekki heyrt neina stjórnmálamenn vera með einhverjar töfralausnir sem eiga að laga allt saman, finnst nú ekkert eðlilegt að vera að leggja fram vantraustsyfirlýsingu þegar alþingi á að vera að standa saman og vinna í okkar þágu.

Nei gerum endilega það sem íslendingar gera alltaf kvarta og kveina yfir öðrum en hafa engar lausnir sjálfir

Júlía (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:29

3 identicon

Ég sé að þú vilt óróa frekar batnandi ástand, skrítið?

Óskar (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Áður er farið er í uppbyggingu, þarf fólk að vita í rauninni hvað er búið að skuldsetja okkur mikið, hverju er búið að lofa án þess að segja okkur frá því.  Það þarf allt að koma upp á yfirborðið áður en farið verður að hreinsa til.  Það gerist ekki nema þetta fólk fari frá og hætti að fela spor glæpamannanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 14:40

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ég vil miklu frekar að þeim óróa ljúki sem fyrst sem fylgir því óhjákvæmilega að fólk er ósátt við að afglaparnir þykist geta tekið til eftir sig!

Þjóðin treystir þeim ekki til að velja bestu færu leiðirnar til þess!

Það er erfitt fyrir aðra að hafa töfralausnirnar á hraðbergi, meðan upplýsingum er haldið frá þeim.

Hlægileg þessi jarmur , að aðrir verði ekkert betri!

Kristján H Theódórsson, 24.11.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: corvus corax

Ég er með töfralausn! Stjórnina burt, seðlabankahyskið burt! Handtaka útrásarþjófana og bankahyskið sem er samsekt, t.d. bankastjóra "nýju" bankana! Þjóðstjórn hagfræðinga og fagmanna í rannsóknum á glæpum! Leggja löghald á stóreignir auðmanna sem greinilega eru keyptar fyrir stolið fé frá almenningi, a.m.k. þarf almenningur núna að borga fyrir þá fjármuni sem vantar inn í hagkerfið vegna stórþjófnaðar! Ríkislögreglustjóra og litla lögreglustjórann í Reykjavík burt!

corvus corax, 24.11.2008 kl. 14:43

7 identicon

Ég myndi nú frekar segja að árans ólýðurinn sem var fyrir utan lögreglustöðina ætti að vera á bak við lás og slá.  Skammarlegt að sjá fólk haga sér svona! 

Það má svo vel vera að það þurfi að skipta um kallinn í brúnni, en það verður að gerast þegar búið verður að ná tökum á ástandinu.  

Freysteinn (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:50

8 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Erfitt að skilja svona rökvillu eins og hjá Freysteini.

Fyllibytta , eða vankaður vafagemlingur siglir skipi í strand, og þá er best að leyfa honum að ná því aftur af strandstað og viðkomandi best treystandi til að sigla því síðan til hafnar!

Kristján H Theódórsson, 24.11.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband