Að þekkja eða þekkja ekki sinn vitjunartíma!

Magnaður fundur í Háskólabíói í kvöld.

Þarna birtist okkur dagvaxandi óþol almennings gagnvart liðleskjum þeim sem telja sig enn hafa umboð þjóðarinnar til að "stjórna" með undirmálum og leynimakki. Kom það skýrt fram í viðbrögðum við uppástungunni um áheyrnarfulltrúa fólksins í ríkisstjórn og nefndum.

Þetta þótti aldeilis ekki koma til greina! Og hvers vegna haldiði?

Við urðum vitni að lágmennskum tilsvörum sumra þeirra við hreinskiptum spurningum fólksins.

Tilraunir þeirra , sérstaklega Ingibjargar Sólrúnar og Geirs,  til að gera lítið úr þeim skilaboðum sem fundurinn flutti þeim "yfirvaldinu"  sjálfu, voru hraksmánarlega grátbroslegar.

Mér var hugsað til samfylkingarformannsins þegar Margrét Pétursdóttir flutti sitt ávarp. Sá hún sig ekkert í sporum þessarar konu forðum. Áður en valdið spillti?

Þessi fundur færði mér heim sanninn um að ekki verður aftur snúið. Þessi stjórn skal taka pokann sinn fyrr en seinna, og vonandi hafa þau skynsemi Bjarna Harðarsonar og Guðna til að þekkja sinn vitjunartíma og rýma stólana áður en til alvöru upphlaupa kemur í þjóðfélaginu. Að menn beinlínis safni liði og beri þau út úr stjórnarráðinu.

Þeir kumpánar sýndu lofsvert fordæmi, að létta á spennu með að víkja sínum persónum af vettvangi í þágu friðarins í flokknum.

Hefði maður haldið að enn brýnna væri að einstaklingar víki af sviði í þágu friðar með heilli þjóð!

 


mbl.is Láti sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já en það er svo augljóst að þjóðin lýsti sínum vilja með því að fella vantrausttillögu stjórnarandstöðunnar!

 Úr því að fólkið þarna var ekki þjóðin þá ættum við kannski bara að láta spádóm spaugstofunnar frá síðast liðnum laugardegi rætast...

Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband