Hvenær ætla menn að skilja að ekki er verið að fara fram á neina ölmusu?
27.3.2009 | 22:50
Heldur er það réttlætismál að leiðrétta þá glæpsamlegu skuldaviðbót sem hefur lagst á heimilin vegna óstjórnar m.a. Seðlabankans og f.v. ríkisstjórna Íslands, svo maður tali ekki um glæpsamlega framgöngu helstu bankanna.
Annað sem menn virðast ekki skilja , er að þeir sem skulduðu mest fyrir, eru að taka á sig mestar ófyrirséðar hækkanir vegna þessara afglapa fjármálaelítunnar.Því er hlutfallsleg niðurfelling réttlátari aðferð en föst upphæð á alla ,eins og Lilja Mósesdóttir leggur til, enda sýnist hún dýrari.
Mér finnt engin goðgá að fólk sem hefur orðið fyrir milljóna skuldaukningu vegna hruns krónunnar og eða verðtryggingarvitleysunnar, fái kannske helminginn leiðréttan að meðaltali.
Gjarnan er reynt að halda á lofti að það séu allt óreiðumenn sem hafi farið ógætilega sem skulda mikið. Það þarf bara alls ekki að vera svo. Nánast viðurkennt í seinni tíð að ungt fólk sem byrjar búskap tekur allt að 100 % lán , enda ekki aðvelt fyrir fólk kannske nýkomið úr námi að leggja fyrir til húsnæðiskaupa,enda húsaleiga verið há undanfarið.
Ef leiðrétting miðast við eina eign hjá hverjum sem skuldar og hefur sannanlega orðið fyrir tjóni .
Engin ástæða að vera eyða fé í þá sem ekki hafa orðið fyrir skaða, eða er að bruðla með að eiga fleiri eignir,enda líkur fyrir að þær séu þá arðgefandi sem leiguhúsnæði.
Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.