Stjórnlagaþing fjalli um að setja tímamörk á setu á valdastólum?

Hef lengi verið þeirrar skoðunar og er enn sannfærðari eftir "Ræðu" gærdagsins að eitt brýnasta verkefni í íslenskri stjórnsýslu sé að tímamarka setu á æðstu stjórnsýslustólum.

Forseti-forsætisráðherra-aðrir ráðherrar , kannske þingmenn, 8-12 ár hámark hverju sinni. Möguleiki á endurkomu eftir minnst 4 ára hvíld kannske!

Sorglegt að sjá það endurtaka sig æ ofan í æ, að menn lifi sjálfa sig sem bærilega stjórnendur og forystumenn, en hrekist frá með skömm eftir þrásetu á valdastólum.

Það er þyngra en tárum taki að fyrrum hæfur leiðtogi lifi í minningunni sem lítill reiður, úfinn og svekktur karl, nánast fyrirlitinn af fjöldanum. 

Afleiðing dómgreindarbrests að þekkja ekki sinn vitjunartíma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er æði margt dapurlegt sem sagt hefur verið af bæði núverandi og fyrrverandi ráðamönnum.  Ef venjulegt fólk léti frá sér svipuð orð og margir af þessum ráðamönnum hafa gert væri það talið mikið veikt.  Mér finnst ekki bara vera spurning um tímamörk á þetta fólk í valdastólunum það þarf að skylda fólk til að gangast undir læknisskoðun á andlegri heilsu áður en það sest í valdastóla.  Því miður er margur stuðningsmaður þessa fólks blindur.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband