Að óbreyttu fær Borgarahreyfingin-þjóðin á þing mitt atkvæði í vor!

Auðvitað með þeim fyrirvara að henni takist að koma saman lista hér í kjördæminu og sem og í öðrum kjördæmum. Ræður þar mestu afdráttarlaus krafan um stjórnlagaþing strax í haust, sem og önnur markmið sem falla öll vel að minni hugmyndafræði.

Sagði mig úr Frjálslynda flokknum í dag, auðvitað með hálfgerðum trega, en því miður þrátt fyrir góðan ásetning og stefnuskrá, hefur gæfan ekki verið þeim hliðholl. Þarna hefur ekki náðst vinnufriður og samstaða til að vinna þessum málum brautargengi .

Orkan farið að stórum hluta í innbyrðis átök.  Ógætileg ummæli sumra offara um málefni innflytjenda hefur verið notuð óspart til að stimpla flokkinn ómaklega fyrir útlendingaandúð, því lesi menn stefnuskrána og ætlist til að eftir henni sé farið , þá er grunntónninn langt í frá slíkur, miklu frekar umhyggja og krafa um að réttinda þeirra sé gætt gagnvart gráðugum innlendum sem erlendum verktökuvíkingum sem einskis svífast til að ná sér í ódýrt vinnuafl til að yfirbyggja viðkvæman húsnæðismarkað og rústa honum þar með.

Gaman væri í dag að fá arðsemisútreikninga meistaranna sem voru tilkvaddir fyrir síðustu kosningar til að meta hagkvæmnina af óheftu innstreymi vinnuafls.

En semsagt óutskýranlegum hatursmönnum flokksins hefur tekist að klína óorði á hann með lygaáróðri um ætlaðar hvatir flokksmanna sem útlendingahatara og þannig tekist að hræða fólk frá fylgi við Ff. Því virðist hans nú eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að verða sá af núverandi þingflokkum sem saklausastur er af þeim ósköpum sem yfir hafa gengið og ekki sér fyrir endann á!

Að þessu slepptu hefur mér mislíkað margt í framgöngu þingmanna og forystumanna flokksins. Formaðurinn dró alltof mikið lappirnar í að styðja afnám eftirlaunaósómans og þá virðist mér tilhneiging uppi að vinna gegn því stefnu atriði að aðskilja ríki og kirkju. Minnist  yfirlýsinga Magnúsar Þórs og Kristins H Gunnarssonar í umræðu um trúarvitleysuna alþingi í fyrra , þegar reynt var að hanga á hlálegu orðalagi um s.k. "kristilegt siðgæði" í skólalöggjöfinni og þar með að mismuna trúarbrögðum herfilega þrátt fyrir stjórnarskrárbundið trúfrelsi í landinu.

Var að skilja að báðir hyggðust beita sér fyrir meiri áherslu á kristin gildi í stefnu frjálslyndra, en auðvitað er annar þeirra hættur og hinn töluvert verðfelldur í starfi flokksins nú!

Menn verða að skilja að trúarbrögð er eitthvað sem hver og einn hefur fyrir sig og á ekkert með að blanda í stjórnsýslu eða þvinga uppá fólk í opinberum stofnunum sem kostaðar eru af almanna fé.

Nýlega las ég á bloggi að tiltekinn einstaklingur væri að beita sér fyrir sérstökum trúarlegum málefnahóp innan Frjálslynda flokksins. Vonandi er þetta eitthvað misskilið, því á flestu öðru þurfum við að halda i dag, en að menn fari í auknum mæli að styðja við þá eitruðu blöndu sem trúmál og stjórnmál geta verið.

Það væri nær að setja í stjórnarskrá ákvæði sem afdráttarlaust bannaði trúarlega skírskotun á vettvangi stjórnunar og stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleður mig að sjá að þú hallast að Borgarahreyfingunni Kristján :)

Heiða B. Heiðars, 30.3.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Leitt þykir mér að heyra þetta Kristján minn.  Ég get sagt þér að það er góður hugur í okkar fólki, það er ekki alltaf hægt að fara eftir skoðanakönnunum.  En ég óska þér alls velfarnaðar.  Og fyrst þú ætlar ekki að kjósa okkur, þá er valið ágætt hjá þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þakka ykkur báðum! 

Ásthildur, mér þykir þetta ekki gott , en því miður finnst mér að ég eigi ekki nóga samleið með flokknum lengur. Veit að þarna er margt af góðu fólki enn, en ég átti mér þann draum að í kjölfar óskapanna í haust og vetur risi upp fjöldahreyfing alþýðunnar sem byði fram og hreinlega yfirtæki þingið. Hreinlega hreinsaði út alt gamla "reynda" settið. Ég tel að í þessu samhengi sé "reynda" neikvætt orð.  Reynslan kennir þingmönnum slæma framgöngu. Það að einelta nýliða til skítlegra vinnubragða, með hrossakaupum og öllu sem því fylgir.

Er reyndar hóflega bjartsýnn á fullnægjandi árangur, en er samt að hugsa um að gera mitt til að uppfylla drauminn.

Allavega ákvað ég að losa um mig til að ganga"óbundinn" til þessara kosninga!

Kristján H Theódórsson, 30.3.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er vel skiljanlegt Kristján minn, og þú þarft auðvitað ekkert að afsaka það.  Við höfum þetta frjálsa val, um að gera að nota það á sem skynsamastan hátt að okkar eigin mati.  Það er bara þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband