Hugmyndir Sjálfstæðismanna um stjórnlagaþing! Að það starfi skv. fyrifram gefinni formúlu frá alþingi?
6.4.2009 | 22:36
Mátti skilja af málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar og Tryggva Þórs Herbertssonar á fundi sem ég sat með þeim í dag.
Ég er svoleiðis gáttaður á viðhorfum sem þessum. Það skín í gegn að engum sé treystandi fyrir stjórnarskrárvinnu nema útvöldum þingtengdum aðilum.
Vilja að stjórnlagaþing verði aðeins ráðgefandi og að það styðjist við fyrirframgefna punkta sömdum á alþingi, um það hvað ný stjórnarskrá megi innihalda!
Er hægt að vera firrtari í sjálfsáliti og rembingi gagnvart þjóð sinni?
Hví ættum við að velja svona menn til þingsetu? Menn sem treysta okkur hinum ekki til stjórnlagagerðar, en ætlast til trausts frá okkur til hins sama?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem betur fer er að koma sífellt betur í ljós þeirra réttu andlit. Það er ekki falleg sjón sem við blasir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2009 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.