Pál og Tryggva úr nefndinni?

Nær væri að þeir ágætu menn hypjuðu sig ef þeirra réttsýni er ekki meiri en þetta.

Það er blátt áfram hlægilegt að menn sem telja sig lærða skuli ekki skynja veruleikann næmar en þetta.

Hvað er að því að rannsóknaraðili hafi myndað sér skoðun á viðfangsefninu eftir að hafa skoðað það? 

Hvernig getur það valdið vanhæfi. Þar að auki hefur verið bent á að hér er ekki um dómstól að ræða!


mbl.is Vildu Sigríði úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Lögreglumaður segir: Sterkur grunur um íkveikju = vanhæfur að ræða málið frekar. Má alveg sleppa spurningarmerkinu úr fyrirsögninni þinni

Finnur Bárðarson, 12.6.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það er málið Finnur, fullyrðing er nær minni skoðun en spurning. Þetta vanhæfiskjaftæði getur gengið út í öfgar og fjöldinn virðist farinn að misskilja hvað er á bakvið.

Stór munur á hvort fólk hefur verið með yfirlýsingar fyrir skipun þess í nefnd, þá er hægt að tortryggja grundvöllinn fyrir skipun þess, að sá sem skipar sé að leggja drög að pantaðri niðurstöðu.

Ætli fólk geri sér  þá grein fyrir, að hefði Sigríður í tilvitnuðu viðtali sagst telja að allt hafi verið hér í stakasta lagi, þá hefði það auðvitað útfrá þessum misskilningi á vanhæfisástæðum, sömuleiðis gert hana vanhæfa?

Kristján H Theódórsson, 12.6.2009 kl. 15:19

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Út frá þessu síðast talda!

Ætli hinn ágæti Jónas heðfi gert athugasemd , ef Sigríður hefði gefið álit sem hnigi að því að allt hefði verið í stakasta lagi á öllum póstum, þ.m.t. hjá eftirlitsaðilum. Ég efa það, en auðvitað væri ástæða jafnt til þess, ef hin fyrri rök gegn henni ættu að standast!

Kristján H Theódórsson, 12.6.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband