Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Draumur um betri tíð?

Mig dreymdi óvenju skýran draum í nótt. Sólveig Pétursdóttir fráfarandi forseti alþingis mætti á minn vinnustað og var að  taka að sér starf ræstitæknis hér á flugvellinum á Akureyri.

 Óljóst fannst mér að það ágæta starfsfólk sem er fyrir í þessum störfum hafi verið að hverfa til annarra starfa , jafnvel stjórnunarstarfa!

Sólveig var hinsvegar augljóslega ánægð með nýja starfið og virtist vilja sinna því með bros á vör!

Skyldi þetta vita á hrein stjórnarskipti eftir kosningar?

 


Co-pilot sem brást. Er hann trausts verður.

Nú um stundir tíðkast það mjög að mæra hinn geðþekka Geir Haarde ,formann Sjálfstæðisflokksins, sem hin eina traustsverða forystumann fyrir komandi stjórn þessa lands.  Vafalaust er hann mörgum góðum gáfum gæddur, en ábyrgur getur hann varla talist sem landshöfðingi. 

 Skemmst er þar að minnast aumingjalegrar framkomu hans sem varaformanns , sem og auðvitað alls þingflokksins ,þegar formaðurinn hans , Davíð Oddsson atti stjórninni gegn þjóðinni og forsetanum í s.k. fjölmiðlamáli. Augljóslega veikur maður ,eins og kom á daginn og ekki í jafnvægi af völdum líkamlegra sjúkdóma. Því er á vissan hátt hægt að umbera hans mistök , en  ljóst er að við gátum ekki treyst meðflokksmönnum hans til að taka til sinna ráða og stoppa vitleysuna.Hafi þeir ævarandi skömm fyrir!Sama  gildir auðvitað um Íraksmálið, þar hefði verið skylt að segja stopp við þeim svívirðilega gerningi, að gera þjóðina meðvirka í hernaði gegn annarri þjóð.

 Þar hlaut varaformaðurinn, Geir Haarde , að fara fremstur í flokki að grípa fram fyrir hendur formannsins við þessar aðstæður! Skelfilegt til þess að vita að undirlægjuhátturinn skyldi vera svo takmarkalaus við foringjann, að við gátum ekki treyst næstráðanda til að taka í taumana!

Í flugstjórnarklefanum ku sú regla ríkja ,að aðstoðarflugmanni ber að taka fram fyrir hendur flugstjórans ef hann telur augljóst að hann valdi ekki sínu verkefni, af einhverjum ástæðum, hvort sem andlegt eða líkamlegt atgervi veldur!

 


Landsfundarrómantík!

Vel til fundið hjá samfylkingunni að halda landsfund sömu helgina og Íhaldið! Eyðilagði þar með að mestu athyglina sem slíkar samkomur hafa náð hjá Valhallarmönnum! Þeirra hernaðaráætlun hefur verið að vera óvenju nærri kosningum með þessa samkomu ,og láta athyglina skila góðu fylgi í kjörkassanna innan mánaðar .

Sjálfur sat ég, sem meintur bláliði, 3 svona fundi. Fyrst 1991 og tók þá þátt í að koma Davíð til valda.  Mættu þar frændur tveir úr Eyjafjarðarsveitinni og studdum okkar mann við mismiklar vinsældir sveitunganna og Akureyraríhaldsins sem hafði veðjað á Steina Páls.  Fengum orð í eyra heimkomnir fyrir þessa fásinnu. Spurðir hvort við vissum ekki að Davíð væri klikkaður! Þóttumst geta borið höfuðið hátt fullvissir um að við hefðum veðjað á réttan hest. Kom enda á daginn að hrakspár reyndust ekki eiga við rök að styðjast, fram var kominn nýr landsfaðir ,gagnrýnisraddir hljóðnuðu. Davíð stóð sig vel fyrstu tvö kjörtímabilin , beinlínis brilleraði!  En svo um aldamótin hófst hernaðurinn gegn öryrkjum og öldruðum, Baugi Forsetanum og fleiri ýmynduðum óvinum.  Sagði mig úr flokknum með þjósti snemma árs 2001. Flokkurinn minn var kominn í tröllahendur! 


Íhaldið og forsetinn!

Skyldu mínir gömlu fyrrum flokksfélagar í Sjálfstæðisflokknum aldrei hugleiða, að gott geti verið að halda opnum möguleika á að forseti lýðveldisins Íslands, sem vonandi verður alltaf réttsýnn og skynsamur, geti reynst betri en enginn að stöðva gerræðislega lagasetningu einhverrar "vinstri stjórnar" í framíðinni?

Setjum tímamörk á æðstu stjórnendur !

Eitt af því sem ég tel nauðsynlegt hverri lýðræðisþjóð er að setja reglur um hvað hver einstaklingur sem fær til þess umboð, geti gegnt æðstu embættum lengi hverju sinni.  Full ástæða er til að huga að þessu atriði, og hafa menn víða um lönd sett ákvæði um þetta., s.s. Bandaríkjamenn sem eru eitt þekktasta dæmið , þar sem forsetar sitja í mesta lagi 8 ár , eða 2 kjörtímabil, og hefur manni stundum virst að það megi ekki lengra vera!  Þegar stjórnmálasaga íslenska lýðveldisins er skoðuð, má okkur vera ljóst að aðeins sl. hálfan annan áratug hefur í raun reynt á , að þetta hefði verið heppilegra fyrir okkar þjóð, að svona regla væri viðhöfð.  Það hefur semsé sýnt sig,að okkar landsfeður  geta misst dómgreind ,og farið að níðast á því sem þeim er til trúað, eftir of langa valdasetu.   Þarf varla að nefna nöfn tveggja fyrrverandi forsætisráðherra sem á endasprettinum höguðu sér eins og bjánar gagnvart þjóð og þingi, og munu hljóta ævarandi skömm fyrir. Báðir að upplagi vel gerðir menn og skynsamir sem áttu farsælan feril framan af, en valdaglýjan villti þeim sýn eftir of langa setu á þeim háu stólum. Veit ég vel að sá seinni var ekki svo lengi á forsætisráðherrastóli, en langvarandi valdaseta á öðrum stólum hafði spillt það mikið ,að hún var búin að skemma dómgreindina. Mér er nær að halda ,að enginn manneskja sé svo vel gerð að of mikið og langvarandi vald viðkomandi, spilli ekki fyrr en síðar.

Því held ég að tímamörkuð valdaseta einstaklinga,sé nauðsynleg mannvernd, bæði þeim sjálfum til handa, sem og þeim sem við þurfa að búa.

 


Persónuafsláttur/Skattleysismörk!

Eitt af því sem ergir mig helst við íslenskan veruleika er þessi endalausi slagur við skattgráðug stjórnvöld. Menn takast endalaust á um hvar setja beri mörkin sem menn fari að greiða skatta við. Þetta ætti hinsvegar að vera auðvelt úrlausnarefni . Það getur ekki talist eðlilegt að menn þurfi að greiða tekjuskatt til ríkisins af nauðþurftartekjum sínum. . Það getur ekki verið ávinningur að hirða af fólki skatt til að gera það þar með ósjálfbjarga og aftur uppá samhjálpina komið.Það hlýtur að sparast verulega á móti í ýmsum félagslegum þáttum ef fólk fær að halda stærri hluta af sínum launum . Svo maður tali nú ekki um hvernig við erum með skattheimtu gerð að n.k. búfénaði bankanna, sem blóðmjólka okkur og rýja inn ð skinni og halda okkur í ánauð nánast.  150 þúsund króna frítekjumark er eitthvað sem við eigum ótrauð að stefna að. Enginn lifir sómasamlega af minni upphæð en það . Takmarkið hlýtur reyndar að vera 200 þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils!   Hóflegir neysluskattar eru miklu eðlilegri tekjustofn fyrir samneysluna.Þar hefur einstaklingurinn þó ákveðið val  hvenær  hann greiðir til ríkisins.

Ég man þá tíð að íhaldið boðaði afnám tekjuskatts af almennum launatekjum! Það er víst löngu gleymt á þeim bænum!


Hvað viljum við óbreyttir upp á dekk?

Þetta er spurning sem leitar á mann þegar maður veltir fyrir sér þessari nýtilkomnu áráttu margra, að láta ljós sitt skína hér á s.k. bloggsíðum . Sjálfsagt hafa menn mismikið fram að færa, eins og gengur, en að því gefnu að menn virði almennar kurteisisreglur í samkiptunum hér, þá er þetta kjörinn vettvangur til skoðanaskipta.  Ef menn eru haldnir ranghugmyndum, fá þeir leiðsögn á rétta slóð, vonandi, því hér virðist fólk ólatt að gera athugasemdir við skrif annarra ef hneykslan valda.

Nú er hafinn sá tími þegar þau "tíðkast mjög hin breiðu spjótin"í pólitíkinni, og hafa foringjar framboðanna verið leiddir fyrir okkur til að vitna um eigið ágæti nokkrum sinnum. Er það sem vænta mátti,að hverjum þykir sinn fugl fagur hér í umræðunni . Hafa skipað sér í lið flestir og mega vart vatni halda yfir speki sinna manna, en fyrirlitningin gjarnan í álíka hæðum gagnvart hinum.

Sem betur fer kemur það í ljós í svona umræðum, að þetta eru bara dauðlegir menn sem eiga misjafnan dag, svona einsog tíðkast í boltanum, og eru að ég held ekkert mikið betur gefnir en við almúginn svona að meðaltali.   En einhvern hæfileika hafa þeir samt umfram okkur flest sem látum ljós okkar skína hér á blogginu, allavega hafa þeir komið sér þetta lengra upp metorðastigann.

 

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband