Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Kjánar Íslands standa að sjálfsögðu saman! II
30.3.2008 | 17:54
Ég tók erlent lán, nokkrar millur og nú hefur höfustóllinn hækkað þvílíkt í krónum talið!
Þeir sem vilja styrkja mig í þessum þrengingum mínu, sem auðvitað eru vondum auðmönnum Íslands að kenna, vegna meintrar spákaupmennsku og atlögu að krónunni, vinsamlegast sláið umslagi utan um japönsk jen og sendið mér á Þingvallastræti 26 n.h.,Akureyri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjánar Íslands standa að sjálfsögðu saman!
30.3.2008 | 17:06
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Agnes úr jafnvægi!
30.3.2008 | 16:50
Sérkennilegt að horfa á silfur Egils áðan, hvernig Agnes Bragadóttir fór gjörsamlega úr jafnvægi vegna palladóma sem birst hafa um Styrmi Gunnarsson í tímaritinu Herðubreið.
Hún bókstaflega froðufelldi yfir þeiri ósvinnu að ekki skyldi eintómt fallegt sagt um manninn.
Gerði sér greinilega ekki ljóst að hvorki hún ,sem þiggjandi sitt lifibrauð úr hendi nefnds Styrmis, né skólabróðir hans og stórvinur, Jón Baldvin Hannibalsson geta talist marktæk gagnvart hugsanlegum ávirðingum á hendur Styrmi.
Ekki þar fyrir að ég telji Styrmi alvondan, vafalaust merkur maður og grandvar um margt. En Agnes blessunin er ekki marktækur umsagnaraðili og á ekki innistæðu til þessara viðbragða!
Árni Mathiesen verður að gera sér grein fyrir því að umboðsmaður alþingis er ávallt í þeirri stöðu að geta þurft að gefa álit á stjórnsýslunni. Þess vegna geta það ekki verið gild rök fyrir að ómerkja úrskurð hans á forsendum fyriframgefins viðhorfs.
Þegar svona tilvik koma upp hlýtur hann ávallt ,skv. embættisskyldu , að íhuga ekki seinna en strax ,og jafnvel mynda sér skoðun á hvort málið standist eðlileg viðmið um löglega og vandaða stjórnsýslu!
Hér er hann í ólíkri stöðu og t.d. ráðherra sem hefur á einverju stigi gefið upp skoðun á tilteknu máli sem síðar kann að verða skotið til hans til úrskurðar, eða gefið umsækjanda um stöðu við embætti sem hann skipar meðmæli. Það gerir viðkomandi að sjálfsögðu vanhæfan !
Umboðsmaður hefði hinsvegar þurft að lýsa yfir áður en málinu var skotið til hans, að hann teldi Árna sem settan dómsmálaráðherra ráðherra brotlegan, til að því væri hægt að jafna saman!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Karl faðir minn fæddist líka fyrir 100 árum !
12.3.2008 | 23:22
Theodór Kristjánsson ,f. 12.marz 1908, d.1.maí 1994. Fæddist á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og ólst þar upp. Vann að bústörfum í foreldrahúsum framan af, en með vélvæðingunni og tilkomu bílsins fann hann sér strafsvettvang. Fékk sér ungur vörubíl, gamla ford 1930-31 árgerð og fór að sinna akstri í þágu sveitunganna snemma, fór til Reykjavíkur og sinnti m.a. akstri fyrir herinn á stríðsárum. Kom aftur norður í sveitina kæru og gerðist gröfukarl .
Framræsla Staðarbyggðamýra hin síðari hófst af fullum krafti upp úr stríðinu og réðist faðir minn sig til starfa við það verkefni ,sem menn töldu þá horfa til framfara, en nútíminn telur víst hafa verið misráðið. Starfaði hann síðar um tíma sem viðgerðamaður á vegum Vélasjóðs ríkisins sem rak skurðgröfurnar fyrstu árin. Ferðaðist þá vítt um land í þeim erindum, en tók svo aftur til við skurðgröftinn á heimaslóð sem sumarstarf næsta aldarfjórðunginn, en sinnti akstri skólabarna að vetrinum.
Kvæntist 22.desember 1946 móður minni ,kjarnakonunni Guðmundu Finnbogadóttur , kominni af Vestfirskum galdramönnum eins og faðir minn gjarnan sagði, fæddri í Krossadal við Tálknafjörð 19.júní 1918. d. 4.ágúst 1996. Fæddust þeim 9 börn sem öll komust til manns, 5 dætur og 4 synir auk 1 dóttur sem móðir mín átti fyrir.
1965 ,eftir að hafa m.a. um nokkurt skeið verið húsverðir í Félagsheimilinu Freyvangi meðfram öðrum störfum og haft búsetu þar., keyptu foreldrar mínir nýbýlið Tjarnaland af systur hans og mági og hófu búskap með kýr og kindur . Á Tjarnalandi , nýbýli úr fæðingarjörð hans Ytri-Tjörnum bjuggu þau síðan til æviloka eftir að hafa átt nokkurra ára seinni hálfleik í Freyvangi sem húsverðir.
Blessuð sé minning þeirra!
100 árum of seint | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)