Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008
90 ár frá fćđingu móđur minnar!
19.6.2008 | 22:07
Fyrir réttum 90 árum, ţann 19. júní 1918 fćddist í Krossadal lćgri viđ utanverđan Tálknafjörđ,afskekktu býli viđ ysta haf, móđir mín ,Guđmunda Finnbogadóttir. Hún var nćstyngst í stórum systkinahópi, en alls voru ţau 10 . Föđur sinn missti hún tćplega 5 ára gömul, og leystist ţá heimiliđ upp eins og oft gerđist. Hún var ţó svo lánsöm ađ fá ađ fylgja móđur sinni ásamt yngsta bróđurnum í vistum á ýmsum bćjum í firđinum .
Síđar lá leiđin til Patreksfjarđar viđ hin ýmsu störf og á húsmćđraskóla á Ísafirđi og ađ endingu í Eyjafjörđinn, ţar sem hún kynntist föđur mínum á ţví herrans ári 1946. Gengu ţau í hjónaband 22. desember s.á. sem greinir í 100 ára minningu hans hér fyrr á ţessum bloggvettvangi.
Í Eyjafirđi "fram", á Ytri-Tjörnum, Freyvangi og Tjarnalandi var hennar starfs- og lífsvettvangur úr ţví nćstu tćp 50 árin, ţar sem hún ól og kom til manns 10 börnum viđ skilyrđi sem í dag ţćttu ekki bođleg . Húsnćđisţrengsli og oft ekki úr miklu ađ spila á tímum skömmtunar og hafta margskonar.
Aldrei minnist ég ţó svengdar eđa hafa liđiđ fyrir erfiđar ađstćđur ,og mun ţađ engum frekar ađ ţakka en ţessari hversdagshetju sem fćddist á sjálfan kvennadaginn 1918,er 3 ár voru liđin frá ađ íslenskar konur fengu kosningarétt. Hún lést á Kristnesspítala ţann 4. ágúst 1996.
Afkomendurnir eru orđnir hátt á sjötta tuginn og ćtla ţeir ađ koma saman ásamt mökum á niđjamóti í Freyvangi núna um helgina til ađ minnast ţeirra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)