Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Maðurinn staðfesti margendurtekið vanhæfni sína!
24.2.2009 | 21:13
Í frekar aumkunarverðri tilraun til sjálfsupphafningar á kostnað allra hinna, kom Davíð aftur og aftur að því sem er meginrökin fyrir nauðsyn þess að hann víki úr Seðlabankanum.
Það semsagt tekur enginn mark á honum lengur, og svo hefur verið í aðdraganda bankahrunsins!
Burt séð frá því hvað er satt eða logið um viðvaranir hans í allar áttir um yfirvofandi hrun bankakerfisins, þá stendur upp úr að menn töldu hans tíma liðinn og honum ekki treystandi.
Þessvegna verður hann að víkja!
Að vera vælandi yfir aðferðinni sem notuð er til að ýta honum til hliðar er hlægilegt í ljósi sögunnar. Hvernig var t.d. þjóðhagsstofnun lögð niður?
Ég var ekki hrifinn af málsvörn þessa fyrrum snjalla foringja!
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skiljanlegt í ljósi dálætis Höskuldar á VETTLINGATÖKUM!
23.2.2009 | 21:50
Muna menn ekki meint mismæli þingmannsins á dögunum ?
Líklega voru það eftir allt saman ekki mismæli!
Maðurinn hefur greinilega gengið í smiðju foringja hins framsóknarflokksins ,Geirs, með að best sé að láta reka á reiðanum og allt skuli látið danka.
Þetta gæti kannske lagast af sjálfu sér , og svo gæti líka komið einhver vísdómur í viðbót, t.d. frá Zimbabve, um löggjöf fyrir Seðlabankann þar.
Aldrei að vita nema vert væri að kíkja á það kannske eftilvill hugsanlega plagg sem gæti kannske hjálpað til við að hanna lögin með þægilegum glufum sem gætu gagnast við að koma "góðum" mönnum í bankastjórnina jafnvel þótt síðar verði!
En semsagt , skaðar aldrei að hafa góða ,velþæfða einþumlunga á báðum höndum, jafnvel tvöfalda áður en maður tekur á hlutunum!
Þingfundi frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |