Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Að óbreyttu fær Borgarahreyfingin-þjóðin á þing mitt atkvæði í vor!
30.3.2009 | 14:03
Auðvitað með þeim fyrirvara að henni takist að koma saman lista hér í kjördæminu og sem og í öðrum kjördæmum. Ræður þar mestu afdráttarlaus krafan um stjórnlagaþing strax í haust, sem og önnur markmið sem falla öll vel að minni hugmyndafræði.
Sagði mig úr Frjálslynda flokknum í dag, auðvitað með hálfgerðum trega, en því miður þrátt fyrir góðan ásetning og stefnuskrá, hefur gæfan ekki verið þeim hliðholl. Þarna hefur ekki náðst vinnufriður og samstaða til að vinna þessum málum brautargengi .
Orkan farið að stórum hluta í innbyrðis átök. Ógætileg ummæli sumra offara um málefni innflytjenda hefur verið notuð óspart til að stimpla flokkinn ómaklega fyrir útlendingaandúð, því lesi menn stefnuskrána og ætlist til að eftir henni sé farið , þá er grunntónninn langt í frá slíkur, miklu frekar umhyggja og krafa um að réttinda þeirra sé gætt gagnvart gráðugum innlendum sem erlendum verktökuvíkingum sem einskis svífast til að ná sér í ódýrt vinnuafl til að yfirbyggja viðkvæman húsnæðismarkað og rústa honum þar með.
Gaman væri í dag að fá arðsemisútreikninga meistaranna sem voru tilkvaddir fyrir síðustu kosningar til að meta hagkvæmnina af óheftu innstreymi vinnuafls.
En semsagt óutskýranlegum hatursmönnum flokksins hefur tekist að klína óorði á hann með lygaáróðri um ætlaðar hvatir flokksmanna sem útlendingahatara og þannig tekist að hræða fólk frá fylgi við Ff. Því virðist hans nú eiga erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að verða sá af núverandi þingflokkum sem saklausastur er af þeim ósköpum sem yfir hafa gengið og ekki sér fyrir endann á!
Að þessu slepptu hefur mér mislíkað margt í framgöngu þingmanna og forystumanna flokksins. Formaðurinn dró alltof mikið lappirnar í að styðja afnám eftirlaunaósómans og þá virðist mér tilhneiging uppi að vinna gegn því stefnu atriði að aðskilja ríki og kirkju. Minnist yfirlýsinga Magnúsar Þórs og Kristins H Gunnarssonar í umræðu um trúarvitleysuna alþingi í fyrra , þegar reynt var að hanga á hlálegu orðalagi um s.k. "kristilegt siðgæði" í skólalöggjöfinni og þar með að mismuna trúarbrögðum herfilega þrátt fyrir stjórnarskrárbundið trúfrelsi í landinu.
Var að skilja að báðir hyggðust beita sér fyrir meiri áherslu á kristin gildi í stefnu frjálslyndra, en auðvitað er annar þeirra hættur og hinn töluvert verðfelldur í starfi flokksins nú!
Menn verða að skilja að trúarbrögð er eitthvað sem hver og einn hefur fyrir sig og á ekkert með að blanda í stjórnsýslu eða þvinga uppá fólk í opinberum stofnunum sem kostaðar eru af almanna fé.
Nýlega las ég á bloggi að tiltekinn einstaklingur væri að beita sér fyrir sérstökum trúarlegum málefnahóp innan Frjálslynda flokksins. Vonandi er þetta eitthvað misskilið, því á flestu öðru þurfum við að halda i dag, en að menn fari í auknum mæli að styðja við þá eitruðu blöndu sem trúmál og stjórnmál geta verið.
Það væri nær að setja í stjórnarskrá ákvæði sem afdráttarlaust bannaði trúarlega skírskotun á vettvangi stjórnunar og stjórnmála.
Stjórnlagaþing fjalli um að setja tímamörk á setu á valdastólum?
29.3.2009 | 00:08
Hef lengi verið þeirrar skoðunar og er enn sannfærðari eftir "Ræðu" gærdagsins að eitt brýnasta verkefni í íslenskri stjórnsýslu sé að tímamarka setu á æðstu stjórnsýslustólum.
Forseti-forsætisráðherra-aðrir ráðherrar , kannske þingmenn, 8-12 ár hámark hverju sinni. Möguleiki á endurkomu eftir minnst 4 ára hvíld kannske!
Sorglegt að sjá það endurtaka sig æ ofan í æ, að menn lifi sjálfa sig sem bærilega stjórnendur og forystumenn, en hrekist frá með skömm eftir þrásetu á valdastólum.
Það er þyngra en tárum taki að fyrrum hæfur leiðtogi lifi í minningunni sem lítill reiður, úfinn og svekktur karl, nánast fyrirlitinn af fjöldanum.
Afleiðing dómgreindarbrests að þekkja ekki sinn vitjunartíma!
Reginhneyksli að þessi flokksómynd skuli ætla að bjóða fram í vor!
28.3.2009 | 14:39
Einn viðmælenda i spjallþætti á RÚV áðan komst svo að orði. Náði því miður ekki nafni hans!
Hann taldi þá eiga að skammast sín og taka sér a.m.k. 4 ár hlé ,ef ekki 8 ár.
Er eiginlega sammmála þessu. Viðbrögð þessarar undirmálssamkomu við málflutningi Guðmundar Halldórssonar sem frá segir í þessari frétt staðfestir þetta álit.
Þessir ófyrirleitnu afglapar nánast hlægja allar svona tillögur út af borðinu ef þær hafa ekki verið fyrirfram blessaðar af klíkunni sem öllu ræður í flokknum , og þar eru útgerðarmenn ansi áhrifamiklir að talið er.
Þótt nánast sönnun liggi fyrir að þetta afspyrnuheimskulega kvótakerfi hafi verið rótin að og nánast valdið efnhagshruninu að áliti margra, fyrir utan að hafa á engan átt stuðlað að því sem voru rökin fyrir því þegar því var logið uppá þjóðina af ómerkilegum sjálfgræðgismönnum , nefnilega að vernda og byggja upp fiskistofna við landið, þá skal enn haldið í þessa vitleysu!
Sannar að þessi flokkur hefur ekkert lært og er óstjórntækur næstu árin, verðum að vona að hann fái allavega vel innan við þriðjung þingmanna svo þeir geti ekki þvælst fyrir nauðsynlegum stjórnlagabótum .
Sorglegt að enn í dag skuli fólk mæta þarna og mæra þessa álfa sem allt hafa keyrt í þrot.
Sjálfur var ég alltof lengi í þessum söfnuði , en vaknaði sem betur fer upp um síðustu aldamót að þarna er bara verið að nota nytsama sakleysingja, sem halda það einhvern heiður að fá að sitja þetta hallelújaþing og klappa með hrifningu hvert sinn sem höfðingjarnir segja "brandara" á kostnað hinna flokkanna .
Hafa því miður ekki kímnigáfu til að sjá sína eigin "Keisaranekt".
Kvótakerfið er krabbamein sjávarútvegsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær ætla menn að skilja að ekki er verið að fara fram á neina ölmusu?
27.3.2009 | 22:50
Heldur er það réttlætismál að leiðrétta þá glæpsamlegu skuldaviðbót sem hefur lagst á heimilin vegna óstjórnar m.a. Seðlabankans og f.v. ríkisstjórna Íslands, svo maður tali ekki um glæpsamlega framgöngu helstu bankanna.
Annað sem menn virðast ekki skilja , er að þeir sem skulduðu mest fyrir, eru að taka á sig mestar ófyrirséðar hækkanir vegna þessara afglapa fjármálaelítunnar.Því er hlutfallsleg niðurfelling réttlátari aðferð en föst upphæð á alla ,eins og Lilja Mósesdóttir leggur til, enda sýnist hún dýrari.
Mér finnt engin goðgá að fólk sem hefur orðið fyrir milljóna skuldaukningu vegna hruns krónunnar og eða verðtryggingarvitleysunnar, fái kannske helminginn leiðréttan að meðaltali.
Gjarnan er reynt að halda á lofti að það séu allt óreiðumenn sem hafi farið ógætilega sem skulda mikið. Það þarf bara alls ekki að vera svo. Nánast viðurkennt í seinni tíð að ungt fólk sem byrjar búskap tekur allt að 100 % lán , enda ekki aðvelt fyrir fólk kannske nýkomið úr námi að leggja fyrir til húsnæðiskaupa,enda húsaleiga verið há undanfarið.
Ef leiðrétting miðast við eina eign hjá hverjum sem skuldar og hefur sannanlega orðið fyrir tjóni .
Engin ástæða að vera eyða fé í þá sem ekki hafa orðið fyrir skaða, eða er að bruðla með að eiga fleiri eignir,enda líkur fyrir að þær séu þá arðgefandi sem leiguhúsnæði.
Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
VARÚÐ, Íslenskir kjósendur.
25.3.2009 | 15:41
Munum þetta í kjörklefanum hverjir það eru sem vilja lágmarka lýðræðisleg réttindi okkar.
Flokkur sem hefur listabókstafinn D.
Virðist orðinn samsafn skítseiða sem vilja aðeins frelsi fjármagnsins.
Frelsi svikahrappa til að halda okkur almenning þessa lands sem ánauðugt búfé sem þeir geta hirt arð af með öllum tiltækum ráðum og skuldsett sjálfum sér til framdráttar.
Okkur er víst ekki treyst til að velja okkur með frjálsum hætti fulltrúa á löggjafarsamkomuna, heldur skulum við hlýta forsjá flokkselítanna og sitja uppi með þá þingmenn sem þóknast þeim og hlýða forystu flokkanna! Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins undanfarin 18 ár fremur ósjálfstæðir undirgefnir einstaklingar með takmarkaða sjálfsvirðingu.
Persónukjör ekki lögfest nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kosningabaráttu kjaftæðið má að ósekju stytta til muna!
13.3.2009 | 00:08
Algjörlega tilgangslaust jaggedíjagg að vera að þreyta þjóðina með innihaldslausu kjaftæði svona löngu fyrir kosningar.
Tilkynnt um þingrof á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn og aftur sannast !
12.3.2009 | 23:29
Að við almenningur erum bara búfénaður ætlaður bönkum og öðrum gróðapungum til að rýja inn að skyrtunni og fénýta okkur á allan þann hátt sem mögulegt er.
Stjórnvöld hverju sinni telja það líka ávallt nánast skyldu sýna að gera þessum pungum kleyft að ná sem mestu út úr ræflinum af okkur áður en við leggjumst í lokastöðuna!
Innheimta þóknun af útgreiðslu sparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |